KOLVIÐUR

Kolefnisjafnaðu fótsporið þitt með þátttöku í Kolviði

kolvidur

Kolviður er sjóður sem starfar samkvæmt skipulagsskrá samþykktri af stjórnvöldum 2006 og lýtur eftirliti Ríkisendurskoðunar. Stofnendur sjóðsins eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd með stuðningi ríkisstjórnar Íslands.
Markmið sjóðsins er aukin binding kolefnis í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. 

Sjóðurinn vinnur að þessu markmiði með því m.a. að:

  • Gefa fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum tækifæri til þess að gerast kolefnishlutlaus.
  • Fjármagna aðgerðir til bindingar kolefnis með landgræðslu og skógrækt.
  • Stuðla að verndun jarðvegs og gróðurs.
  • Stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Draga úr heildar losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Íslensk skógarúttekt á Mógilsá annast mælingar á kolefnisbindingu Kolviðarskóga og ytri endurskoðendur (KPMG í dag) yfirfara og sannreyna að nauðsynleg plöntun og umhirða eigi sér stað og að fjármunir séu tryggðir til umhirðu þar til trjáræktin hefur skilað þeirri bindingu sem kol-efnisjöfnunin miðar að. Miðað er við að gróðursettar séu 3.000 plöntur á hektara og að skógurinn sem upp vex hafi að jafnaði bundið 300 tonn CO2/ha við 60 ára aldur. Til þess að tryggja það er þinglýst kvöð á það land sem nýtt er undir Kolviðarskóg. 
Kolviður gefur út sérstakt skírteini (Certificate) til þeirra sem kolefnisjafna sig. 

Fyrirtæki geta kolefnisjafnað losun sína að fullu eða að hluta til í samstarfi við Kolvið. 

Viðskiptavinir Klappa geta í gegnum hugbúnaðinn valið hve mikinn hluta losunar sinnar þau óska að kolefnisjafna hverju sinni. Kolefnisjöfnun mun koma fram á umhverfisuppgjörum frá Klöppum.
Fyrirtæki geta kosið að greiða fyrir kolefnisjöfnunina mánaðarlega og kemur það þá fram á reikningum frá Klöppum en Klappir standa Kolviði skil á greiðslum til kaupa á plöntum, áburði, gróðursetningu og umhirðu þar til áformaðri kolefnisjöfnun er náð. 

 Skilmálar

Um Kolvið

Markmið Kolviðar er aukin binding kolefnis í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, að auka vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda, og að stuðla að fræðslu um tengd málefni.

Markmið verkefnisins eru því margþætt, á sama tíma og kolefnisbinding á sér stað, á sér stað binding jarðvegs og auðgun gróðurvistkerfa.

Með því að gera aðilum kleift að taka ábyrgð á eigin losun og bregðast við með áþreifanlegum hætti næst árangur. Kolviður mun þannig hvetja Íslendinga til þess að verða fyrsta þjóð heims til að kolefnisjafna útblástursáhrif samgöngutækja sinna með skógrækt og uppgræðslu lands.

Close Menu