Klappir Grænar Lausnir hf: Endanleg dagskrá og tillögur til aðalfundar árið 2022
Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. hefur boðað til aðalfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 16:00 með rafrænum hætti.
Skráning hluthafa á fundinn fer fram á heimasíðu félagsins www.klappir.com og fá þeir þá sendan hlekk á fundinn. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað þar sem hluthafar geta fylgst með aðalfundarstörfum og tekið þátt í fundinum.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu félagsins eigi síðar en kl. 16:00 þann 25. apríl 2022.
Ekki hafa verið gerðar breytingar frá áður birtri dagskrá og tillögum sem lagðar verða fyrir fundinn. Öll gögn vegna aðalfundar hafa verið gerð aðgengileg á vefsíðu félagsins www.klappir.com
Nánari upplýsingar veitir Ólöf Ásta Ólafsdóttir fjármálastjóri félagsins olof@klappir.com