Um okkur

Klappir grænar lausnir​ er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki í forysturöð á sviði snjallrar umhverfisstjórnunar. Með okkar hjálp verður bæði auðvelt og hagkvæmt að taka umhverfismálin föstum tökum. Snjöllu hugbúnaðarlausnirnar okkar safna saman og vinna úr umhverfisgögnum og nýtast þannig fyrirtækjum, stofnunum og stjórnvöldum sem vilja greina losun sína á gróðurhúsalofttegundum og orkukræfni rekstursins, setja sér skýr umhverfsmarkmið og fá heildræna yfirlitsmynd af öllum mengandi þáttum í starfseminni. Hugbúnaðurinn, sem er einstakur í sinni röð,nálgast umhverfisstjórnun á heildrænan hátt og er einn sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Klappir eru vaxandi fyrirtæki, jafnt innanlands sem utan, og hafa nú þegar byggt upp og tengt saman fleiri en 200 fyrirtæki á Íslandi,innan tíu ólíkra atvinnugreina.Við hjálpum jafnt stærri sem smærri aðilum að innleiða snjalla umhverfisstjórnun hjá sér og lágmarka vistsporið á landi, legi og í lofti.

Hvað er umhverfisstjórnun?

Umhverfisstjórnun vísar til þess hvernig þú heldur utan um umhverfisstefnu fyrirtækisins þíns á heildrænan, kerfisbundinn og skráðan hátt. Áður fyrr var slíkt þungt í vöfum og tímafrekt. En ekki lengur.

Snjöll umhverfisstjórnun er nútímalega útgáfan af ofangreindu ferli. Með því að safna rafrænum gögnum um alla þætti ferlisins í rauntíma getum við haldið fyrir þig nákvæmt og heildrænt yfirlit um vistsporið og rekstrarkostnaðinn.

Við byggjum upp yfirlitsmynd af vistsporinu með því að flétta saman gögn um orkunotkun af öllum sviðum starfseminnar; eldsneyti, rafmagn, úrgang, hitun, vatn o.s.frv. Gögnin hjálpa þér að bæta rekstrarskilvirkni, draga úr sóun, einfalda fylgni við lög og reglur og bæta almennt frammistöðuna í umhverfismálum.

Við hófum þessa vegferð af hugsjón. Við þurfum öll að stefna í átt að grænni framtíð og við erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum.

Við lofum að leiða þig inn í stafræna umhverfisstjórnun á bæði auðskilinn og ánægjulegan hátt.

Hafðu samband við okkur strax í dag.

Við hlökkum til að heyra frá þér.

  • Austurstræti 17, 101 Reykjavík, Íslandi
  • service@klappir.com
  • + 354 519 3800
Close Menu