Hvað er ESG skýrsla?

Fyrirtæki hafa löngum þurft að standa nákvæm skil á fjárhagslegum þáttum í rekstri sínum og gefa út slíkar upplýsingar ár hvert. Að undanförnu hefur einnig færst í aukana að fyrirtæki gefi út upplýsingar um umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti og birti þær meðal annars í svokölluðum ESG-skýrslum.

Umhverfislegir og félagslegir þættir og stjórnarhættir

ESG stendur fyrir Environmental, Social and Governance og hefur nú verið þýtt á íslensku sem umhverfislegir og félagslegir þættir og stjórnarhættir (UFS). Hér er því um að ræða ófjárhagslega þætti sem tengjast rekstri fyrirtækja og stofnana.

Hugtakið ESG, eða UFS, hefur því víðtækari skírskotun en margir kynnu að halda. ESG-skýrslugerð tekur ekki einungis til umhverfismála og nýtingar okkar á auðlindum jarðar heldur snertir hún einnig á fjölbreyttum félagslegum þáttum. Hvernig koma stjórnendur fyrirtækisins fram við starfsfólk sitt? Hvernig er gagnaöryggi háttað? Hvernig er spornað gegn mútugreiðslum?

Með öðrum orðum koma margs konar siðferðileg álitamál til skjalanna, meðal annars í tengslum við viðskiptahætti fyrirtækisins. Það er tímanna tákn að fjárfestar eru teknir að líta í auknum mæli til slíkra atriða og því er orðið nauðsynlegt fyrir öll þau fyrirtæki, sem ekki vilja heltast úr lestinni, að taka umhverfis- og samfélagsmálin föstum tökum.

Ýmist skyldubundið eða valkvætt

Á stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum, lánastofnunum og vátryggingafélögum hvílir hrein og bein lagaskylda til að skila af sér skýrslum sem taka til ófjárhagslegra þátta. Sú skylda kom inn í íslensk lög árið 2016; lagagrundvöllinn má finna í 66. gr. d. laga um ársreikninga.

Hjá öðrum fyrirtækjum er slík upplýsingaskylda valkvæð.

Við hjá Klöppum hvetjum hins vegar alla viðskiptavini okkar til að birta slíkar skýrslur samkvæmt ESG-viðmiðunarreglum Nasdaq.

Að stíga þetta skref þarf ekki að vera flókið. Fyrir þá sem nota til dæmis nú þegar EnviroMaster hugbúnaðarlausn Klappa til að halda utan um umhverfisgögn í rekstrinum er afar auðvelt að byrja að setja saman umhverfisuppgjör og ESG-skýrslur. Öll nauðsynleg gögn eru þegar til staðar í Klappakerfinu og því óþarfi að eyða mörgum vinnudögum í að grafa upp gömul skjöl í tölvunni, fletta í gegnum möppur og hringja út um allan bæ.

Við segjum: Byrjaðu snemma að sinna slíkri upplýsingagjöf. Innan fárra ára ætti að heyra til undantekninga að fyrirtæki vanræki að gefa út upplýsingar um frammistöðu sína í umhverfis- og samfélagsmálum.

Hver er ávinningurinn?

ESG-kerfissvæðing á ófjárhagslegum þáttum ætti fyrst og síðast að gagnast fyrirtækinu sjálfu. Hún bætir í senn reksturinn og ásýnd fyrirtækisins, lækkar fjárfestingaráhættu og eflir upplýsingaæði innan samfélagsins.

Þá treystir slík upplýsingagjöf samband fyrirtækisins við hagaðila og samfélagið allt. Fjárfestar eru teknir að líta til ófjárhagslegra þátta, svo sem samfélagsábyrgðar og umhverfisáhrifa, og sömuleiðis óska stjórnvöld í auknum mæli eftir því að fyrirtæki leggi til slíkar upplýsingar. Framúrskarandi og metnaðarfullt starfsfólk laðast að fyrirtækjum með ábyrga og skýra framtíðarsýn og aukið gagnaæði til annarra stofnana samfélagsins gagnast á öðrum sviðum, s.s. hjá rannsakendum og í tækniþróun. Ekki má svo gleyma hinum svokölluðu neytendum sem verða sífellt vandlátari og gagnrýnni gagnvart þeim söluaðilum sem þeir kjósa að leita til.

Hvað ætti að koma fram í góðri ESG-skýrslu?

Hér á eftir nákvæmari útlistun á því hvaða þættir heyra undir hvern og einn yfirflokk í ESG samkvæmt viðmiðunarreglum Nasdaq. Væntanleg er greinaröð frá okkur þar sem við förum sérstaklega í saumana á hverjum flokki: E, S og G.

E: Umhverfislegir þættir (e. Environment)

E1. Hlutfall launa forstjóra af meðallaunum starfsfólks.
E2. Hlutfall launa milli kynja.
E3. Starfsmannavelta.
E4. Kynjaskipting.
E5. Hlutfall starfsmanna með tímabundinn samning.
E6. Bann við mismunun.
E7. Slysatíðni.
E8. Vinnuvernd og öryggi.
E9. Barna- og nauðungarvinna.
E10. Mannréttindi.

S: Félagslegir þættir (e. Social)

S1. Laun forstjóra vs. meðallaun
S2. Hlutfall launa milli kynja
S3. Starfsmannavelta
S4. Kynjaskipting
S5. Tímabundnir vs. ótímabundnir samningar
S6. Bann við mismunun
S7. Slysatíðni og forföll
S8. Vinnuvernd
S9. Barna- og nauðungarvinna
S10. Mannréttindi

G: Stjórnarhættir (e. Governmental)

G1. Fjölbreytileiki í stjórn
G2. Sjálfstæði stjórnar
G3. Hvatakerfi
G4. Almennir kjarasamningar
G5. Siðareglur virðiskeðju
G6. Siðareglur og ráðstafanir gegn spillingu
G7. Persónuvernd (GDPR)
G8. Birting UFS (ESG)
G9. Ferlar og vinnulag við upplýsingagjöf
G10. Ytri endurskoðun

11. maí, 2020

Sverrir