ISO 14001 umhverfisvottun með aðstoð Klappa

Vissirðu til ef þú notar EnviroMaster hugbúnað Klappa og gerir umhverfisuppgjör, þá hefur fyrirtækið þitt – hugsanlega ómeðvitað – nú þegar hafið innleiðingu á ISO 14001 umhverfisvottun?

Í slíkum tilvikum veita ráðgjafar Klappa þér leiðsögn um viðbótarskrefin sem stíga þarf áður en fyrirtækið getur hlotið ISO 14001. Við bjóðum jafnframt upp á hugbúnað sem leiðir þig í gegnum allt ferlið.

Við vitum að innleiðingarferlið vex fólki oft í augum en með reynslu okkar og sérfræðikunnáttu verður ekki aðeins gerlegt að komast alla leið í mark heldur einnig ánægjulegt og skemmtilegt.

Hvað er ISO 14001 umhverfissvottun?

Því er fljótsvarað: ISO 14001 er alþjóðlegur umhverfisstaðall, sá þekktasti sinnar tegundar í heiminum. Staðallinn setur fram viðmið fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta árangur sinn í umhverfismálum.

Staðalinn er innleiddur í nokkrum skrefum í ferli sem lýkur með því að fyrirtækið hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun. Vottunin tryggir sem sagt að umhverfisstjórnun félagsins sé úthugsuð og skilvirk og eykur jafnframt traust bæði hagaðila og almennings gagnvart fyrirtækinu og umhverfisstefnu þess.

Hvað felst í innleiðingunni?

ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta félagsins.

Staðallinn gerir kröfu um að farið sé eftir áætlunum og verklagsreglum í umhverfismálum og að skráning og vistun upplýsinga, svokölluð skjölun, uppfylli gæðakröfur.

Hér geta sérfræðingar Klappa veitt þér ráðgjöf svo að tryggja megi að allt sé eftir bókinni.

Að lokum er umhverfisstjórnin svo innleidd á öllum sviðum félagsins og hún metin metin af þartilbærum þriðja aðila, áður en félagið hlýtur ISO 14001 umhverfisvottunina.

Einfaldaðu innleiðingarferlið með því að nýta þér þjónustu og hugbúnað Klappa

Klappir leiða viðskiptavini sína í gegnum alla innleiðingarferlið fyrir ISO 14001. Við bjóðum jafnframt upp á notendavænan hugbúnað sem heldur með einföldum hætti utan um skjölunina.

Sendu okkur línu ef þú ert í miðju innleiðingarferli eða að hugleiða að hefja ferlið.

12. maí, 2020

Sverrir