Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar: HB Grandi hlýtur viðurkenningu

Reykjavíkurborg og Festa veittu fyrstu loftslagsviðurkenningar sínar í dag á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á vel unnu starfi og vera hvatnig fyrir aðra í loftslagsmálum.

Við segjum stolt frá því að viðskiptavinur okkar HB Grandi hlaut fyrstu loftslagsviðurkenninguna. Vefurinn loftslag.is hlaut fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA fékk hvatningarviðurkenningu. Við óskum þeim öllum til hamingju með viðurkenningar sínar.

Takk fyrir frábæran loftslagsfund

Við viljum þakka skipuleggjendum og fyrirlesurum fyrir skemmtilegan, hvetjandi og fróðlegan loftslagsfund. Þátttakendum þökkum við fyrir ánægjulega samveru og góðar viðtökur. Jón Ágúst, forstjóri Klappa, hélt fyrirlestur um gjaldfrjálsa loftlagsgátt Festu og Reykjavíkurborgar.

Fyrirlestrum var streymt inn á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Fyrirlestrana má sjá hér, Jón tekur til máls við 1:17:00. Þorsteinn Svanur Jónsson var með örfyrirlestur fyrir áhugasama gesti um hvaða áhrif viðauki VI við MARPOL sáttmála Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar hefur á íslensk skipafélög og hvað skref þau þurfa að taka.

Loftslagsyfirlýsingin og gjaldfrjálsa vefgáttin

Þann 5. nóvember 2015 undirrituðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar í Höfða. Í framhaldi af því og með hliðsjón af Excel mælitæki Festu og Reykjavíkurborgar unnu Klappir vefræna gjaldfría loftslagsgátt og buðu fyrirtækjunum og stofnununum að setja inn markmið sín í loftslagsmálunum.

HB Grandi og ISAVIA undirrituðu bæði loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar, í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í París 2015. Bæði félögin hafa sett sér markmið í loftslagsmálum, birt þau og fengu loftslagsviðurkenningu fyrir vinnu sína. Við erum alltaf til í að aðstoða enda er snjöll umhverfsistjórnun Klappa gerð til að auðvelda þínu félagi að taka næstu skref í umhverfsimálum.

Hvernig er best að byrja?

Við mælum með að byrja á core.klappir.io þar sem þú færð aðgang að gjaldfrjálsu vefgáttina. Loftslagsgáttin var þróuð til halda utan um markmið og raunárangur fyrirtækja sem skrifuðu undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkur árið 2015.

Loftslagsgáttin verður áfram gjaldfrjáls en viljir þú umhverfissmálin enn fastari tökum, líkt og HB Grandi hefur gert, mælum við með snjallri umhverfisstjórnun Klappa.

8. desember, 2017

sverrir