Ný stafræn afladagbók Klappa

Við kynnum til leiks nýja stafræna afladagbók Klappa! Hinn rafræni dagbókarhluti SeaMaster hugbúnaðarlausnar Klappa hefur verið efldur með nýrri afladagbók sem fiskiskip geta notað óháð stærð eða veiðum. Afladagbókin er viðbót við vöruframboð Klappa á rafrænum rekstrar- og umhverfisdagbókum sem þróaðar hafa verið á undanförnum árum og njóta alþjóðlegrar útbreiðslu.

Hvað á að skrá í afladagbókina?

Þægilegt og einfalt notendaviðmót afladagbókarinnar gefur skipverjum möguleika á því að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar:

 • Tíma og stað veiða.
 • Veðurupplýsingar.
 • Veiddan afla.
 • Tegund veiða og veiðarfæra.
 • Áætlaða löndun og löndunarhöfn.
 • Staðsetningar veiða, tegund veiða og veiðarfæra og tíma veiðarfæra í sjó. Staðsetningar fást úr GPS tækjum um borð eða í gegnum AIS kerfi.
 • Veiðum á spendýrum og fuglum.
 • Viðhengi – möguleiki á að hengja inn myndir.

Viðmót fyrir útgerðarstjóra

SeaMaster lausnin inniheldur einnig viðmót fyrir útgerðarstjóra. Viðmótið streymir til sín öllum upplýsingum úr rafrænum dagbókum Klappa og býður upp á margvíslega greiningarmöguleika. Sem dæmi má nefna:

 • Yfirlit um fjölda skipa á sjó, magn og tegund afla, afla á togtíma, afla á eldsneytiseiningu, brottfarar- og komutíma, úthaldstíma, færslu-, leitar- og heimstíma auk sjálfbærnistuðuls veiðiferðar.
 • Ferðir skipa (skráningarferill) sem gefur skýra mynd af veiðum, þ.e. togtíma, svæði, eldsneytisnotkun, hraða (bæði á togi og siglingu).
 • Eldsneytisstýringu sem aðstoðar við að ákvarða hagkvæmasta hraða skips.
 • Eldsneytisstýringu sem tengist við bæði eldsneytismæla skips og Klappir BunkerMaster. Eldsneytisstýringin tryggir afstemmingu eldsneytismælinga við kaup á eldsneyti (magn og gæði eldsneytis).
 • Yfirlit um allar skráningar um borð.
 • Yfirlit um skráningatíðni um borð.
 • Margvísleg tól til greiningar á skilvirkni veiða.
 • Yfirlitsskýrslu veiða fyrir skilgreint tímabil.

Gagnasamskipti á milli skips og lands

Gagnasamskipti við land eru traust og gögn frá afladagbókinni og öðrum dagbókum Klappa berast í viðmót útgerðarstjóra um leið og skráning hefur verið samþykkt af skipstjóra. Hringdu endilega í síma 519-3800 ef þig langar að ræða við okkur um afladagbókina eða kíktu á okkur í bás 10 á Icelandic Sea Expo 25. – 27 september.

Við verðum á sýningunni Iceland Fish Expo 2019 25. - 27. september

Ertu forvitin/n um lausnina og langar að heyra meira? Kíktu á okkur í bás 10 á sýningunni Sjávarútvegur 2019. Við hlökkum til að spjalla við þig!

1. september, 2019

sverrir