Ný vinnustofuröð hjá Klöppum fer vel af stað

Klappir hafa ýtt úr vör spánýrri vinnustofusyrpu sem haldin verður á næstu mánuðum.

Í vinnustofunum fara sérfræðingar fyrirtækisins í saumana á öllu því sem tengist snjallri umhverfisstjórnun. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig virkar hugbúnaður Klappa? Hvernig gerir maður umhverfisuppgjör og sýnir fram á samfélagsábyrgð og umhverfisvitund í rekstri? Hvað er áhættustýring og hvernig tengist hún umhverfisstjórnun?

Við bjóðum til dæmis upp á stuttar og hnitmiðaðar vinnustofur sem eru sérsniðnar að notendum einstakra hugbúnaðarlausna Klappa, s.s. EnviroMaster, SeaMaster og RoadMaster. Þar fá þáttakendur skýra og skemmtilega leiðsögn um hvernig hugbúnaðarlausnir nýtast þeim sem best í daglegum störfum sínum.

Fyrsta vinnustofan fór fram 15. janúar síðastliðinn. Hún nefndist „ESG-skýrslugerð: að sýna fram á umhverfisvitund og samfélagsábyrgð í rekstri“ og lukkaðist svo vel að víst er að hún verður endurtekin. Einkum var gaman hversu mjög þátttakendur létu að sér kveða með greindarlegum spurningum og áhuga.

Næsta vinnustofa nefnist „EnviroMaster 101: að byrja í snjallri umhverfisstjórnun“ og er tilvalin fyrir alla þá sem eru nýbyrjaðir að nota umhverfisstjórnunarkerfi Klappa eða vilja ná betri tökum á hugbúnaðinum. Við hvetjum einnig þá sem eru að velta því fyrir sér að innleiða umhverfishugbúnað Klappa í starfsemi sína til að sækja vinnustofuna og öðlast dýpri innsýn í hvernig hann virkar.

Meðal annars verður farið yfir The Greenhouse Gas Protocol, útbreidda alþjóðlega aðferðafræði við að meta losun á gróðuhúsalofttegundum sem hugbúnaður Klappa styðst við, og jafnframt stiklað á helstu vörðunum í notkun á EnviroMaster hugbúnaðarlausninni; virkjun gagnalinda, skrásetningu eigna, venslun, hópun og ESG-skýrslugerð. Þar með er farið yfir allt ferlið í virkri umhverfisstjórnun, allt frá því að gagnalindir eru virkjaðar og gögnum safnað og þangað til að fyrirtækið byrjað að sýna fram á árangurinn á gagnsæjan og áreiðanlegan hátt.

Áhugasamir geta smellt hér til að fræðast betur um vinnustofuúrvalið og skrá sig til leiks í einstakar vinnustofur. Veittur er hópafsláttur ef þátttakendur frá sama fyrirtæki eru þrír eða fleiri.

20. janúar, 2020

sverrir