Samfélagsuppgjör og ársreikningur Haga birtast hlið við hlið

Hagar gáfu á dögunum út metnaðarfullt samfélagsuppgjör fyrir hönd allrar samsteypunnar. Uppgjörið var unnið með Klöppum og þar eru teknir fyrir umhverfislegir og félagslegir þættir sem og stjórnarhættir í öllum rekstri Haga.

Það var hreint út sagt frábært að vinna þetta samfélagsuppgjör með Högum, sem er með þeim umfangsmeiri sem við hjá Klöppum höfum gert.

Þá gleður það okkur ósegjanlega að á heimasíðu Haga er samfélagsuppgjörinu stillt upp við hliðina á ársreikningnum. Þar sendir samsteypan þau skilaboð að ófjárhagslegar upplýsingar um umhverfisáhrif og samfélagsábyrgð séu engu síður mikilvægar í rekstri fyrirtækja en fjárhagsupplýsingar.

Bravó fyrir því. Þetta er í samræmi við kröfur samfélagsins í heild: fólk vill styðja við þau fyrirtæki sem leggja áherslu á að auka sjálfbærnina og deila öllum slíkum upplýsingum með samfélaginu á gagnsæjan hátt.

Hér er hlekkur á ársskýrslu Haga 2019-2020.

9. júní, 2020

Sverrir Norland