Fréttir og greinar

Hagar gáfu á dögunum út metnaðarfullt samfélagsuppgjör fyrir hönd allrar samsteypunnar. Uppgjörið var unnið með Klöppum og þar eru teknir fyrir umhverfislegir og félagslegir þættir sem og stjórnarhættir í öllum rekstri Haga. Það var hreint út sagt frábært að vinna þetta samfélagsuppgjör með Högum, sem er með þeim umfangsmeiri sem við hjá Klöppum höfum gert. Þá gleður það okkur ósegjanlega að á...

Um daginn stóð ég í eldhúsinu hjá vini mínum, framkvæmdaglöðum og galvöskum náunga sem ekki hikar við að gera upp íbúðir, glíma útbíaður í smurolíu við bílvélar og rækta sitt eigið grænkál í garðinum hjá sér. Það gefur auga leið að slíkum þúsundþjalasmið hugnast sóun illa. Stoltur á svip rétti hann mér kaffibolla og bankaði svo létt með hnúunum í stálhurðina að uppþvottavélinni. Ég sá strax á...

Vissirðu til ef þú notar EnviroMaster hugbúnað Klappa og gerir umhverfisuppgjör, þá hefur fyrirtækið þitt – hugsanlega ómeðvitað – nú þegar hafið innleiðingu á ISO 14001 umhverfisvottun? Í slíkum tilvikum veita ráðgjafar Klappa þér leiðsögn um viðbótarskrefin sem stíga þarf áður en fyrirtækið getur hlotið ISO 14001. Við bjóðum jafnframt upp á hugbúnað sem leiðir þig í gegnum allt ferlið. Við...

Fyrirtæki hafa löngum þurft að standa nákvæm skil á fjárhagslegum þáttum í rekstri sínum og gefa út slíkar upplýsingar ár hvert. Að undanförnu hefur einnig færst í aukana að fyrirtæki gefi út upplýsingar um umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti og birti þær meðal annars í svokölluðum ESG-skýrslum. Umhverfislegir og félagslegir þættir og stjórnarhættir ESG stendur fyrir...

Endurnýjanleg orka er sú orka sem rekja má til orkulindar sem endurnýjast náttúrulega og klárast ekki þó af henni sé tekið. Með öðrum orðum kemur orka í stað þeirrar sem við sækjum úr auðlindinni. Um hvað fellur með réttu þar undir getur fólk auðvitað þrætt fram og aftur. Á alþjóðavettvangi hafa menn þó sammælst um að vatnsorka, vindorka, sólarorka og haforka séu skýr dæmi um endurnýjanlegar...

Verslunarfyrirtækið Hagar hefur hafið snjalla umhverfisstjórnun með Klöppum. Grunnlausnin á lausnavangi Klappa, EnviroMaster, hefur verið innleidd hjá öllum níu undirfyrirtækjum samsteypunnar. Klappir fagna þessu skrefi Haga. Markmiðið hjá okkur hefur alltaf verið að hjálpa fyrirtækjum, stærri jafnt sem smærri, að fá heildrænt yfirlit um vistspor sitt og geta þar með lagt sig í líma um að draga...

Klappir hafa ýtt úr vör spánýrri vinnustofusyrpu sem haldin verður á næstu mánuðum. Í vinnustofunum fara sérfræðingar fyrirtækisins í saumana á öllu því sem tengist snjallri umhverfisstjórnun. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig virkar hugbúnaður Klappa? Hvernig gerir maður umhverfisuppgjör og sýnir fram á samfélagsábyrgð og umhverfisvitund í rekstri? Hvað er áhættustýring og hvernig tengist hún...

Íslensk orkumiðlun og Klappir grænar lausnir hafa gert með sér samstarfssamning sem veitir viðskiptavinum þeirra möguleika á að nýta sér hugbúnað Klappa til að miðla raforku- og umhverfisupplýsingum í gegnum sérstakt stjórnborð raforku. Hugbúnaðarlausnin byggist á stafrænni tækni Klappa en fyrirtækin tvö vinna í sameiningu að nánari útfærslu á raforkustjórnborðinu. Markmiðið með samstarfinu er...

Ölgerðin hefur unnið ötullega að því að síðustu misserum að lágmarka vistspor rekstursins; minnka úrgangsmyndun, draga úr eldsneytisnotkun, sporna við óþarfa sóun og svo framvegis. Metnaðurinn er mikill: undirritaður sá stjórnarformann fyrirtækisins halda innblásna ræðu á Umhverfisdegi Samtaka atvinnulífsins um mikilvægi þess að huga betur að því hvaða hráefni er valið í umbúðir, hvernig þær eru...

Falasteen Abu Libdeh starfar sem sérfræðingur hjá Eimskip og fæst meðal annars við umhverfismál fyrirtækisins. Við plötuðum hana í stutt spjall við Klappir og byrjuðum á því að inna hana eftir því hvernig hvort Eimskip hefði markað sér skýra stefnu í umhverfismálum. Svarið er já: „Eimskip er einn stærsti vinnustaður á landinu og við teljum mikilvægt að fyrirtæki í okkar stærðargráðu séu til...