Leiðandi á sviði umhverfismála

Virðing fyrir umhverfinu og lífríki sjávar er grundvöllur starfsemi Brims.

Loftslagsbreytingar og súrnun sjávar ógna lífríki hafsins. Brim gerir sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem sjávarútvegsfyrirtæki bera í ljósi þeirra áskorana sem hljótast af þeirri þróun. Brim hefur gefið út greinargóðar skýrslur um ófjárhagslega þætti í rekstrinum frá árinu 2015 (hér er samfélagsskýrslan frá 2019) og leggur ríka áherslu á góða umgengni um auðlindina og ábyrgar fiskveiðar svo komandi kynslóðir geti notið hennar áfram.

Áskorunin fyrir Brim

Þegar Brim réðst í stórt og markvisst umhverfisátak árið 2015 var félagið á höttunum eftir hugbúnaðarlausn sem gæti:

  1. safnað gögnum um vistspor félagsins í heild sinni,
  2. hjálpað áhöfnum að hlíta alþjóðlegum og staðbundnum lögum og reglum á sjó,
  3. gert félaginu kleift að deila frammistöðunni með hagsmunaaðilum.

Hápunktar hjá Brimi

  • Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um 11,3% milli áranna 2015-2019.
  • 78% alls úrgangs flokkuð
  • Mögulegt að rekja kolefnisfótspor alls afla
  • Umhverfisviðurkenning Festu og Reykjavíkurborgar árið 2017
  • Umhverfisverðlaun Samtaka atvinnulífsins árið 2019

Leiðin sem farin var með Brimi

Brim var meðal fyrstu fyrirtækjanna til að innleiða lausnapall Klappa í rekstur sinn. Félagið vildi ekki reiða sig á ágiskanir eða áætlanir heldur safna áreiðanlegum umhverfisgögnum í rauntíma, sem svo mætti deila með viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu í heild sinni.

Á aðeins fimm ára tímabili tókst félaginu að minnka kolefnisfótspor sitt um 11,3%, jafnvel þó svo að umfang starfseminnar ykist samhliða. Þá hefur lagaleg hlið rekstursins verið einfölduð með rafrænum skipadagbókum sem starfsfólk hefur aðgang að bæði á sjó og í landi.

Brim notar Klappir EnviroMaster til að skrá umhverfisgögn bæði sjálfvirkt og handvirkt og gera umhverfisuppgjör og samfélagsskýrslur (e. ESG Reporting). Brim notar Klappir SeaMaster til að skrá lögskyldar upplýsingar í rafrændar skipadagbækur (Klappir LogCentral) og panta eldsneyti með rafrænum hætti. Loks notar Brim Klappir HouseMaster til að fá heildstæða yfirlitsmynd um rafmagns- og vatnsnotkun í starfsstöðvum félagsins.

Brim selur afurðir sínar að mestu á alþjóðlega markaði og því veitir það félaginu samkeppnislegt forskot að geta sýnt fram á hreina virðiskeðju afurðarinnar. Brim býr nú yfir umhverfisgögnum sem rekja vistsporið af öllum afla félagsins.

„Samstarf okkar við Klappir er ein af forsendum þess að okkur vegnar jafn vel á þessari vegferð okkar og raun ber vitni. Öllum umhverfisupplýsingum, sem varða rekstur félagsins, er streymt rafrænt frá upprunastað, ýmist frá sjó eða landi, í þar til gerðan umhverfisgagnagrunn. Grunnurinn veitir svo ábyrgðaraðilum félagsins aðgang að upplýsingunum, sem aftur brýnir fyrirtækið á markvissan hátt til aðgerða sem hafa þann tilgang að draga úr umhverfisáhrifum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim.

Skráðu þig á póstlista Klappa og fáðu sent mánaðarlegt fréttabréf.