Skýrsla forstjóra

Ársreikningur samstæðu Klappa Grænna Lausna hf. (?Klappa?) samanstendur af ársreikningi Klappa og dótturfélaga þess, en saman er vísað til þeirra sem ?samstæðunnar?.

 

Yfirlit yfir rekstur og starfsemi á fyrri hluta árs 2018

Starfsemi fyrirtækisins á fyrri hluta árs 2018 var í samræmi við áætlanir.

Klappir leggja sig fram um að skapa varanleg verðmæti fyrir viðskiptavini, starfsfólk, samstarfsaðila og hluthafa. Það er gert með því að bjóða upp á skilvirkar hugbúnaðarlausnir og þjónustu, stunda viðskipti með fjárhagslega, umhverfislega og samfélagslega ábyrgum hætti og með því að vera vakandi fyrir nýjum tækifærum í hröðu og síbreytilegu viðskiptaumhverfi.  Klappir starfa á markaði sem mun vaxa til langs tíma og er hnattrænn. Vörurnar og þjónustan er skalanleg og tekjur geta því vaxið mikið án þess að kostnaður aukist í sama mæli.

 

Lykiltölur

  
 

2018

2017

Rekstrarreikningur

1.1.-30.6.

1.1.-30.6.

Rekstrartekjur

124.393.680

98.231.770

Tap fyrir afskriftir,  fja?rmunatekjur og fja?rmagnsgjo?ld (EBITDA)

9.591.785

(16.230.004)

Tap ti?mabilsins

(13.140.712)

(34.060.641)

   

Tap í hlutfalli af rekstartekjum

(10,6%)

(34,7%)

Arðsemi eigin fja?r

(5,2%)

(15,1%)

EBITDA – hlutfall

7,7%

(16,5%)

Arðsemi heildareigna

(3,8%)

(10,6%)

   

Efnahagsreikningur

30.6.2018

31.12.2017

Heildareignir

334.731.299

362.041.038

Eigið fe? hluthafa mo?ðurfe?lags

246.303.324

259.444.036

Skuldir samtals

88.427.975

102.597.002

Eigið fe? og skuldir samtals

334.731.299

362.041.038

   

Veltufja?rhlutfall – veltufja?rmunir/skammti?maskuldir

5,4

3,9

Eiginfja?rhlutafall – eigið fe? / heildarfja?rmagn

73,6%

71,7%

Innra virði hlutafja?r – eigið fe? / hlutafe?

2,1

2,2

 

Ytra umhverfi

Ytra umhverfi félagsins mótast af vaxandi áherslu stjórnvalda, fyrirtækja og almennings á sjálfbærni. Þrátt fyrir umrót á sviði alþjóðlegra stjórnmála undanfarin misseri ríkir áfram sátt um umgjörð og áherslur alþjóðasamfélagsins í umhverfismálum.

Aukin áhersla á umhverfislöggjöf, kröfur neytenda um ábyrgan rekstur og upplýsingagjöf og aukin umhverfismeðvitund almennings eykur þörfina fyrir mælingar og samkeyrslu gagna sem staðfesta umfang umhverfisáhrifa. Nýjar alþjóðlegar kröfur gera einnig ráð fyrir örari spám um áhrif aðgerða í umhverfismálum. Slíkar spár verða aðeins gerðar í sérhæfðum hugbúnaði enda þurfa þær að byggjast á traustum grunni gagna og aðferðafræði. Hugbúnaður Klappa er hannaður og þróaður til að svara þeirri eftirspurn sem breyttar aðstæður kalla á.

Fram að þessu hefur ekki verið fáanlegur hugbúnaður sem safnar gögnum um umhverfisálag rekstrareininga á sjálfvirkan hátt og heldur utan um gögnin sem safnast svo hægt sé að fá nákvæma innsýn inn í umhverfisálag og árangur aðgerða.

 

Vörur,  vöruþróun og mannauður

Með hugbúnaði frá Klöppum má lágmarka vistspor, tryggja fylgni við umhverfislöggjöf og draga úr rekstrarkostnaði. Félagið selur hugbúnað sinn sem þjónustu þar sem viðskiptavinir greiða mánaðarlegt gjald fyrir notkun á hugbúnaðinum (e. Software as a Service eða SaaS). Hugbúnaðurinn hentar ólíkum aðilum svo sem fyrirtækjum, opinberum aðilum, sveitarfélögum og þjóðríkjum.

Vöruframboð fyrirtækisins byggir annars vegar grunnkerfinu, Klappir Core,  og hins vegar á flokkum hugbúnaðarlausna sem leysa ólík verkefni á sviði umhverfisstjórnunar.

Allir notendur hugbúnaðar Klappa tengjast Klappir Core. Þar eru öll tól sem notandi þarf á að halda til að setja upp hugbúnaðinn og að tengja sig við aðra t.d. að opna fyrir gagnastreymi og að opna fyrir aðrar hugbúnaðarþjónustur. Hugbúnaðarlausnirnar sem hvíla á Klappir Core eru nú yfir fjörtíu og má flokka þær í þrjá flokka eftir verkefnum á sviði umhverfisstjórnunar:

  • Hugbúnaðarlausnir sem styðja við skilvirkan og hagkvæman rekstur á rekstrareiningum svo sem bifreiðum, skipum, flugvélum og húsnæði.

  • Hugbúnaðarlausnir sem hjálpa fyrirtækjum að fylgja umhverfislöggjöf á skilvirkan hátt og skila umhverfisupplýsingum til yfirvalda.

  • Hugbúnaðarlausnir sem gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að gera skýrslur og að miðla þeim til hagaðila.

Notendur geta nálgast hugbúnaðarlausnirnar inn á þjónustuborði Klappir Core.

Hjá Klöppum starfar öflugur hópur starfsmanna á ýmsum aldri sem sameinar nútímalega nálgun í viðskiptum og notkun tölvutækni og langa reynslu úr tæknigeiranum og uppbygginu alþjóðlegra fyrirtækja. Starfsfólk Klappa hefur menntun á sviðum sem mynda þekkingargrunn félagsins svo sem hugbúnaðarþróun, fjármálum, verkfræði, stjórnmálafræði, sálfræði og lögfræði. Auk þess búa þeir yfir mikilli þekkingu og áhuga á umhverfismálum og reynslu á því sviði. Hjá fyrirtækinu eru nú unnin um 20 ársverk.

 

Uppbygging innviða  fyrir umhverfismál á Íslandi

Hugbúnaður Klappa er tengilausn (e. Connectivity Solution) sem tengir saman virðiskeðju aðila með margbreytilegum hætti og byggir þannig upp farvegi til að fleyta upplýsingum á milli  aðila. Allir notendur geta valið á milli þess að fleyta upplýsingum til annarra, taka við upplýsingum eða gera hvorutveggja.

Klappir hafa á fyrri hluta árs 2018 haldið áfram að styrkja innviði umhverfismála á Íslandi. Hugbúnaður Klappa er veigamikið framlag til umhverfisinnviða hér á landi og því hefur félagið lagt áherslu á þátttöku kerfislega mikilvægar aðila með því að þeir noti hugbúnaðinn. Á fyrri hluta ársins hafa stofnanir svo sem Faxaflóahöfn, Landhelgisgæslan og Umhverfisstofnun hafið notkun á hugbúnaðarlausnum Klappa en þetta er mikilvægur áfangi í að ná á heildstæðan hátt utan um umhverfismál á Íslandi.

 

Sala, samstarf og markaðsmál

Á fyrri hluta ársins 2018 héldu umsvif Klappa áfram að aukast. Auk þess sem starfsfólk Klappa sinnti innleiðingu og ráðgjöf við nýja viðskiptavini voru gerðir samstarfssamningar við fyrirtæki sem starfa á sviði umhverfisráðgjafar um aðkomu þeirra að dreifingu og innleiðingu á búnaði Klappa og frekari ráðgjafaþjónustu þeirra við sameiginlega viðskiptavini.

Hugbúnaður Klappa er veflausn og því geta samstarfsaðilar nálgast hugbúnaðinn á vefnum og greitt fyrir hann í gegnum greiðslugátt sem er hluti hugbúnaðarins. Markaðssetning samstarfsaðila fer þannig fram að þeir bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að skilgreindri hugbúnaðarlausn í gegnum boðkerfi (e. referral system) sem er hluti af grunnkerfinu.

Með þessu eru samstarfsaðilar virkjaðir til að dreifa hugbúnaðinum. Þessir aðilar fylgja svo eftir boðinu með tölvupóstum og símtölum. Á sama hátt geta viðskiptavinir boðið sínum þjónustuaðilum í gegnum boðkerfið og á þann hátt tengt saman virðiskeðju sína. Aðilar geta miðlað gögnum og skjölum hver til annars í gegnum hugbúnaðinn.

 

Þjónusta við erlenda aðila

Í samræmi við markaðsstefnu Klappa hóf fyrirtækið að veita erlendum fyrirtækjum þjónustu sem eru hluti af virðiskeðju innlendra viðskiptavina. Virk leyfi á hugbúnaði Klappa eru nú þegar til staðar hjá notendum í Noregi, Litháen og Færeyjum.

Hafinn var undirbúningur að skipulagðri dreifingu á hugbúnaði Klappa á alþjóðamörkuðum. Útbúið hefur verið kynningarefni og vefsíður á ensku þar sem heildarþjónusta Klappa auk lausna fyrir tilteknar atvinnugreinar eins og útgerðir og kaupskip eru kynnt. Þá hófust á tímabilinu viðræður við mögulega samstarfsaðila á erlendum mörkuðum.

Til að efla starfið erlendis þá hefur Ágúst Sindri Karlsson, stjórnarformaður Klappa, tekið við stöðu framkvæmdastjóra Klappir International Ltd., í London en það heyrir beint undir móðurfélagið og er 100% í eigu þess. Í stjórn dótturfélagsins hafa verið kjörnir auk Ágústar Sindra, Jón Ágúst Þorsteinsson og Ásgeir Friðgeirsson. Helsta hlutverk félagsins verður að annast samskipti við erlenda samstarfsaðila og þróa nýjar leiðir til samstarfs í því augnamiði að dreifa hugbúnaðarlausnum Klappa. Reiknað er með að sala til erlendra aðila muni aukast jafnt og þétt á komandi árum.

 

Alþjóðlegt viðskiptalíkan Klappa

Klappir mun dreifa hugbúnaðarlausnum sínum á alþjóðlegum mörkuðum í samstarfi við erlend fyrirtæki sem hafa þekkingu og reynslu af mörkuðum sem eru annars vegar svæðisbundnir (e. regional) og hins vegar bundnir atvinnugreinum (e. industries).

Svæðisbundnir samstarfsaðilar (e. Regional Partners) vinna að uppbyggingu umhverfisinnviða þvert á atvinnugreinar í tilgreindum samfélögum. Líkt og Klappir á Íslandi munu þeir vinna eftir virðiskeðju viðskiptavina og starfa mikið með opinberum stjórnvöldum, sveitarfélögum og eftirlitsaðilum ásamt höfnum.  Líklegt er að Klappir muni hafa frumkvæði að stofnun einhverja þessara félaga í samvinnu við heimamenn og verði í hópi eigenda.  

Alþjóðlegir atvinnugreinabundnir samstarfsaðilar (e. Global Industrial Partners) eru alþjóðleg fyrirtæki sem hafa þekkingu og fótfestu á skilgreindum mörkuðum eins og t.d. smásölu, kaupskipaútgerð, flugrekstri o.fl. Þessir samstarfsaðilar bjóða hugbúnað Klappa til viðskiptavinna sinna hvar sem þá er að finna í  heiminum.

 

Samkeppni

Starfsfólk Klappa verður ekki vart við beina samkeppni þar sem lausnir félagsins eru nýjar, leysa af hólmi eldri og óhagstæðari vinnuferla og bjóða auk þess upp á virðisaukandi þjónustu. Aðferðafræði og hugbúnaður Klappa er í heild sinni einstakur. Á markaði finnast ekki sambærilegar hugbúnaðarlausnir sem ná utanum alla þætti umhverfismála og vinna úr lifandi gagnastraumi. Hins vegar eru í boði hugbúnaðarlausnir á tilteknum atvinnugreinabundum mörkuðum sem mæta að hluta til þörfum viðskiptavinanna en starfsfólk Klappa hefur ekki orðið vart við að þær lausnir hafi komið í veg fyrir viðskipti.

 

Samfélagsleg ábyrgð

Samfélagsábyrgð Klappa birtist í allri starfsemi félagsins og hugbúnaðarlausnum þess, einkum og sér í lagi þeim hugbúnaðarlausnum og þjónustu er snúa að umhverfismálum. Félagið hefur verið í hraðri uppbyggingu undanfarin misseri og um leið leitast við að tileinka sér hugmyndafræði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar. Auk þess að vinna stöðugt í eigin samfélagsábyrgð leggur Klappir  áherslu á að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og þróar hugbúnaðarlausnir sem styður viðskiptavini félagsins í að ná góðri yfirsýn yfir eigin stöðu og árangur varðandi ýmsa samfélagsþætti, aðallega umhverfisþætti. Hugbúnaðarlausnir Klappa hjálpa mismunandi skipulagsheildum að tengjast, miðla margvíslegum upplýsingum sín á milli og skoða hvaða áhrif þær, hver um sig, hafa á umhverfið.

Klappir hefur verið þátttakandi í Festu frá 2015 og tók á vormisseri 2018 þátt í fundum og viðburðum á vegum þess.  Félagið er einnig aðili að UN Global Compact og hefur þar með skuldbundið sig til að uppfylla tíu markmið Sameinuðu Þjóðanna um samfélagslega ábyrgð. Félagið vinnur árlega samfélagsskýrslu (ESG ? Environment, Social  and Governance) í samræmi við leiðbeiningar Nasdaq og styðst við eigin hugbúnað sem er í stöðugri þróun og nýtist einnig til að gera árlega COP-skýrslu (Communication of Progress) vegna þátttöku í UN Global Compact.

Close Menu