Rafrænar skipadagbækur eru framtíðin

Eimskip notar Klappir SeaMaster og rafrænar skipadagbækur (Klappir LogCentral) til að halda utan um öll umhverfisgögn

Árið 2014 var Eimskip á meðal fyrstu íslensku fyrirtækjanna til að hefja notkun á lausnapalli Klappa og halda með stafrænum hætti utan um rekstrar- og umhverfisgögnin sín. Fyrir vikið fékkst fyllri mynd af vistspori Eimskips en áður hafði verið mögulegt að ná fram. Árið 2015 byrjaði Eimskip einnig að gera nákvæm umhverfisuppgjör og samfélagsskýrslur. (Hér er ESG skýrsla Eimskips frá árinu 2019.)

Milli áranna 2015-2019 minnkaði vistspor Eimskips um 14,2%, sem var afraksturinn af markvissu átaki til að draga úr losun og taka upp rafrænar skipabækur.

Áskorunin fyrir Eimskip

Eimskip vantaði lausn sem gæti:

  1. veitt fyrirtækinu heildræna mynd af orkukræfni fyrirtækisins og kolefnisfótspori,
  2. hjálpað öllum skipum að fylgja staðbundnum og alþjóðlegum umhverfislögum og reglugerðum á sjó og í höfnum,
  3. frelsað verðmætt umhverfis- og rekstrargögn sem strönduðu á pappír og nýttust ekki við daglega ákvörðunartöku.

Allar áhafnir á skipum Eimskips þurfa lögum samkvæmt að skrá margvísleg gögn um daglega starfsemi sína. Hér áður fyrr var óskilvirkt að færa slíkt inn með pappír og penna og enn fremur örðugt að deila og nýta upplýsingarnar. Verðmætt gögn í þúsundum pappírsskýrslna nýttust því ekki í greiningu. Tíðar vettvangsskoðarnir yfirvalda voru enn fremur tímafrekar og trufluðu áhafnirnar frá öðrum skyldustörfum.

Hápunktar hjá Eimskip:

  • Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um 14,2% milli áranna 2015-2019.
  • Eimskip er á meðal fyrstu flutningafyrirtækja í heiminum til að innleiða rafrænar skipadagbækur í starfsemi sína.
  • Sjálfvirkir ferlar auka áreiðanleika og gagnsæi gagna, tryggja nákvæma birgðaskráningu og leiða til þess að nýta má dýrmætar rekstrarupplýsingar við ákvarðanatöku.
  • Eimskip notar Klappir EnviroMaster til að gera UFS-skýrslur (e. ESG Reporting)
  • Eimskip notar Klappir SeaMaster til að draga úr orku- og eldsneytissóun og gera MRV og DCS skýrslur
  • Eimskip notar rafrænar skipadagbækur (Klappir Log Central) til að uppfylla skilyrði MARPOL viðauka I-VI

Leiðin sem farin var með Eimskip

Eimskip hóf að nota umhverfis- og rekstrarlausnir Klappa árið 2016. Í fyrsta skipti fékkst heildstætt yfirlit um orkukræfni og sjálfbærni félagsins.

„Við notum hugbúnaðarlausnir klappa til að fylgjast í rauntíma með rekstrargögnum og greina umhverfisáhrifin af starfseminni,“ segir Eyþór H. Ólafsson, öryggisstjóri hjá Eimskip. „Lausnirnar greina ófjárhagslega þætti sem hafa áhrif á vistspor virðiskeðjunnar. Með hjálp Klappa hefur okkur tekist að draga úr losun og úrgangsmyndun og hámarka sjálfbærni á öllum stigum rekstursins.“

Lausnapallur Klappa safnar gögnum og streymir þeim sjálfvirkt frá upprunastað og í vöruhús þar sem þær vinna má úr þeim upplýsingar sem nýtast öllu fyrirtækinu. Lausnirnar styðja þannig við ákvröðunartöku á öllum stigum og gera Eimskip fært að miðla gagnsæjum og áreiðanlegum umhverfisupplýsingum til allra hagsmunaaðila sinna.

Eimskip notar Klappir EnviroMaster til að gera árleg umhverfisuppgör og samfélagsskýrslur (e. ESG Reporting). Gögn um eldsneytis-, rafmagns- og vatnsnotkun er safnað sjálfvirkt og því er auðvelt að taka saman skýrslurnar.

"Við teljum að Ísland eigi að vera leiðandi og framsækið í umhverfismálum. Íslenska ríkið sýndi flott fordæmi þegar Umhverfisstofnun heimilaði notkun á rafrænum dagbókum Klappa árið 2018 og við erum stolt af því að hafa riðið á vaðið og vera nú á meðal fyrstu flutningafyrirtækja í heiminum til að nota rafrænar skipadagbækur. Greið upplýsingamiðlun af þessum toga er brýnt umhverfismál," segir Says Falasteen Abu Libdeh, sérfræðingur hjá Eimskip.

Hér má lesa viðtal við Falasteen á bloggsíðu Klappa.

Sign up for our monthly newsletter