EnviroMaster

Öll stafrænu tólin sem þú þarft til að hefja snjalla umhverfisstjórnun strax í dag – og það á einum stað

EnviroMaster software dashboard screenshot from the Klappir Green Solutions platform

EnviroMaster hugbúnaðarlausnin veitir þér skýrt yfirlit um vistspor þitt, eykur nýtni og greinir óþarfa orkusóun

Streymdu gögnum

Streymdu gögnum frá þjónustuveitum og fylgstu grannt með vistsporinu. Finnurðu hvergi ársgömul skjöl með rekstrarbreytunum sem þú þarft svo nauðsynlega á að halda til að reikna út vistsporið? Engar áhyggjur, þú tengir þig bara við þjónustuveiturnar í gegnum Klappakerfið og færð gögnin send sjálfvirkt. Vantar þig gagnaveitur? Minnsta mál í heimi, þú getur hlaðið inn nýjum upplýsingum og við finnum út úr því hvar þær eiga heima.

Graphics displaying laptop with charts

Greindu

Hafðu gætur á jafnvel smæstu breytingum á vistsporinu með því að fylgjast með mælaborðinu. Rektu bæði beina og óbeina losun og fylgstu með því hvernig losunin þróast í áranna rás.

Kafaðu dýpra

Kafaðu dýpra með því að nota greiningartólin okkar og varpaðu ljósi á það hvernig reksturinn hefur áhrif á síbreytilegt vistsporið. Voru það allir viðbótarkílómetrarnir sem eknir voru innan fyrirtækisins í síðasta mánuði? Eða féll af einhverjum ástæðum til meiri úrgangur en venjulega?

Skipaðu eignum í hópa

Langar þig að bera saman svið eða jafnvel ólíkar starfsdeildir? Hlaðaðu niður eignum, ýmist rafrænt eða handvirkt, og skipaðu þeim niður í hópa. 

Deildu gögnum með hagsmunaaðilum

Búðu sjálfvirkt til umhverfis- og samfélagsskýrslur og deildu þeim með hagsmunaaðilum.

Hvað geturðu mælt?

Þú getur mælt hvaða orkunotkun og úrgangsmyndun sem er. Efastu um að það sé mögulegt í þínu tilviki? Sendu okkur línu og lýstu stöðunni. Við erum alltaf til í að takast á við áskoranir.

Úrgangsmyndun og sorplosun

Streymdu gögnum um úrgangslosun beint frá sorphirðuþjónustunni þinni. Haltu yfirlit um ólíka úrgangsfokka og fylgstu með því hvert sorpið ratar.

Rafnotkun

Streymdu gögnum um rafnotkun beint frá þjónustuveitum og notaðu rafmæliborðið til að greina tækifæri til orkusparnaðar.

Hitun

Streymdu gögnum um hitun og uppruna hennar. Notaðu hitamæliborðið til að skoða hversu hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er.

Eldsneytisnotkun

Streymdu gögnum um eldsneytisnotkun bílaflotans beint frá eldsneytissalanum.

Og þá er fátt eitt talið...

Hafðu samband við okkur til að fá fræðast betur um eiginleika EnviroMaster lausnarinnar!

Fléttaðu saman ólíkar hugbúnaðarlausnir frá Klöppum

Allar vörurnar okkar styðjast við sama hugbúnaðarkerfið og því er afar auðvelt að flétta þær saman. Bættu HouseMaster við og lækkaðu þannig orkukostnað og bættu orkunýtni. RoadMaster við til að fylgjast með bifreiðunum þínum. Vantar þig aðrar lausnir? Kíktu þá á hinar lausnirnar okkar í valmyndinni hér efst. 

Fá prufukeyrslu á kerfinu

Close Menu