EnviroMaster

Stafræn umhverfisstjórnun sem veitir þér skýrt yfirlit um vistsporið af rekstrinum og öflug greiningartól til að hámarka skilvirkni og útrýma óþarfa sóun

Pantaðu kynningu

Hafðu yfirsýn á umhverfisáhrifunum

////////

Hvað er umhverfisstjórnun?

Umhverfisstjórnun er vítt hugtak sem vísar til skipulegrar viðleitni til að halda utan um umhverfisleg áhrif fyrirtækis eða stofnunnar. Hvatarnir eru ýmist lagalegir, rekstrarlegir eða samfélagslegir.

Notaðu EnviroMaster til að einfalda og sjálfvirknivæða umhverfisbókhaldið og útreikninga á vistsporinu

/

Áskorunin

Virk umhverfisstjórnun krefst þess að þú safnir, vistir og greinir býsnin öll af gögnum. Þetta var afar tímafrekt og kostnaðarsamt

– þangað til við einfölduðum það

Stafræna aðferðafræðin að baki EnviroMaster

EnviroMaster gerir þér kleift að færa þér stafrænu byltinguna í nyt og virkja hana í þágu umhverfisins. Stofnaðu tengingar við gagnaveitur sem streyma mikilvægum umhverfisgögnum og einbeittu þér að aðgerðum og betrumbótum.

Gagnanet

|

Deildu gögnum bæði innan og utan fyrirtækisins

Innbyggðir stuðlar

|

Innbyggðir losunarstuðlar og aðferðafræði fyrir gagnagreiningu

Skýrslugerðartól

|

Stöðluð skýrslugerðarsnið: ESG, MRV, ETS og mörg fleiri.

Greiningartól

|

Sérsniðin greiningar- og eftirlitstól fyrir vöktun og tækifærisgreiningu

Staðlaðar aðferðir

|

Gögnin eru á stöðluðu formi og því má bera þau saman eftir uppruna og eignum

Upplýsingamiðlun innan fyrirtækisins

|

Dótturkerfi virka fyrir sérhverja starfseiningu innan fyrirtækisins

Upplýsingamiðlun utan fyrirtækis

|

Notaðu Grænskjá Klappa til að miðla raungögnum til starfsfólks og viðskiptavina

Eignastýring

|

Byggðu upp stafrænt eignayfirlit og tengdu það við lifandi gagnastreymi

Hvaðan koma gögnin?

Streymdu gögnum beint frá þjónustuaðila

Klappir hefur sett upp öflugt net samstarfsaðila í því skyni að búa til sameiginlegan vettvang þar sem deila má og greina umhverfisgögn á staðlaðan og skipulegan hátt og búa til umhverfisuppgjör og skýrslur.

Birgjar og söluaðilar geta deilt einföldum gagnasettum innan eins og sama netsins og önnur fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér gögnin í stafræna vistkerfinu okkar og notað þau til að búa til uppgjör og skýrslur.

Hvað geturðu vaktað með EnviroMaster?

Við söfnum eins nákvæmum gögnum fyrir þig og mögulegt er með nútímatækni. Fyrir vikið geturðu fylgst með umhverfisáhrifunum af hverri einustu eign

/

Losun

Reiknaðu út losun samkvæmt áreiðanlegum og nákvæmum gögnum frá upprunastað. EnviroMaster mælir fótspor hverrar einustu eignar, eignahópa og rekstursins í heild

/

Úrgangsmyndun og förgun

Vaktaðu magn, tíðni og staðsetningu sorplosunar og fylgstu með að sorpið rati á leiðarenda. Innbyggðir losunarstuðlar reikna út umhverfisáhrifin af hverri sorplosun

/

Eldsneytisnotkun

Fylgstu með eldsneytiskaupum á ökutækin, skipin, flugvélarnar og geymana. Streymdu gögnum beint frá dælunum og leitaðu af tækifærum til samdráttar í umhverfisáhrifum og rekstrarkostnaði

/

Orkunotkun

Fylgstu með orkunotkun byggingum og öðrum mannvirkjum. Streymdu gögnum um rafmagnsnotkun beint frá mælunum og notaðu mælaborðið til að greina tækifæri til orkusparnaðar

/

Vatnsnotkun

Vaktaðu flæði vatns um eignirnar þínar. Streymdu gögnum um bæði heitt og kalt vatn beint frá þjónustuveitum. Notaðu greiningartólin til að útrýma óþarfa sóun

/

Samgöngur

Greindu fótsporið af flugferðum starfsmanna og ferðum til og frá vinnu. Safnaðu gögnum frá mismunandi þjónustuaðilum, staðlaðu þau og náðu utan um umfang mengunar frá ferðalögum þínum og þinna starfsmanna

/

Flutningar og sjófrakt

Greindu umhverfislegu áhrifin af bæði inn- og útflutningi. Safnaðu gögnum frá mismunandi þjónustuaðilum, staðlaðu þau og náðu utan um fótsporið frá farmflutningum

Hentar EnviroMaster mér og mínu fyrirtæki?

Það skiptir engu máli á hvaða sviði þú starfar eða hversu stórt fyrirtækið er – EnviroMaster er leiðin fram á við

Sérfræðingarnir okkar hafa hjálpað fjöldamörgum fyrirtækjum og stofnunum að innleiða hjá sér snjalla umhverfisstjórnun. Við getum hjálpað þér að tryggja lögfylgni, bæta skilvirkni rekstursins og bæta umhverfisímynd fyrirtækisins með áreiðanlegum og sannreynanlegum gögnum.

Pantaðu kynningu hjá okkur. Fyrsta skrefið er að varpa ljósi á áskoranirnar hjá þér og ræða mögulegar lausnir.

Hafðu samband við okkur í dag

Við viljum aðstoða þig í snjallri umhverfisstjórnun

Klappir

Austurstræti 17

101 Reykjavík

Sími: +354 519 3800

info@klappir.com