A?sbyrgi

Vinsæl kolefnisjöfnun beint í gegnum hugbúnað Klappa

Það verður sífellt vinsælara að fyrirtæki kolefnisjafni starfsemi sína beint í gegnum hugbúnað Klappa. Það er einföld, fljótleg og – síðast en ekki síst – skilvirk leið til að minnka kolefnisspor í rekstri.

Við bjóðum upp á tvær lausnir til kolefnisbindingar. Annars vegar er um að ræða skógrækt í samstarfi við Kolvið og hins vegar skipulega endurheimt votlendis í samstarfi við Votlendissjóð. Báðar leiðir miða að því að binda kolefni í gróður og jarðveg.

Fyrirtæki geta kolefnisjafnað losun sína að fullu eða að hluta til. Fjöldamörg fyrirtæki og stofnanir,  hafa nýtt sér ofangreinda þjónustu til kolefnisjöfnunar beint í gegnum kerfi Klappa og við eigum von á því að mörg fleiri fyrirtæki bætist í hópinn á næstunni.

Við minnum á að slík kolefnisjöfnun jafnast ekki á við syndaaflausn í rekstri. Besta leiðin til að draga úr mengun og bæta umhverfið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Share this article

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on print
Share on email

Other Articles

Close Menu