Hlutafjárútboð Klappa 2020

Taktu þátt í að móta framtíð grænnar tækni

Það er fararheit Klappa að búa til áþreifanleg langtímaverðmæti fyrir viðskiptavini sína og samfélagið sem við lifum í. Lausnapallur Klappa er sá eini í heiminum sem nær utan um alla umhverfisstjórnun, allt frá gagnasöfnun til skýrslugerðar. Tækifærin eru því mikil. Við teljum okkur vera í einstakri stöðu til að byggja upp ný og verðmæt störf í grænni nýsköpun og skapa framtíðarkynslóðum vettvang til að takast á við áskoranir í umhverfismálum. Þetta gerum við með því að hjálpa viðskiptavinum okkar að verja, varðveita og endurheimta náttúruverðmæti handa sér og komandi kynslóðum.

Fyrsti heildstæði hugbúnaðarpakkinn fyrir umhverfismál í heiminum

Klappir stefna á hlutafjárútboð í samstarfi við Íslandsbanka.

Smelltu á hlekkina hér að neðan til að nálgast ítarlega fjárfestakynningu og önnur upplýsandi gögn.

Fjárfestakynning (á ensku)
Einblöðungur um skattaafslátt fyrir fjárfesta
Lög til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru
(sjá 1. gr. d., 2. gr. og 4. gr. um breytingar sem snúa að nýsköpun)
Rekstur fyrsta ársfjórðungs Klappa 2020
Bréf frá forstjóra Klappa til hluthafa, 17. mars

Frekari upplýsingar veita Rafn (rafn.arnason@islandsbanki.is, s: 844 4974) og Albert (albert.freyr.eiriksson@islandsbanki.is, s: 844 4638) hjá Íslandsbanka.

Með vöruframboði sínu hafa Klappir tekið sér stöðu sem drifkraftur í umhverfismálum á Íslandi. Hugbúnaðarlausnir Klappa mynda margslungið stafrænt vistkerfi þar sem mörg hundruð skipulagsheildir á Íslandi hjálpast að í umhverfismálum og vörurnar eru byrjaðar að ná alþjóðlegri útbreiðslu.

Sterk staða Klappa setur okkur í ákjósanlega stöðu til að leiða þá byltingu sem fyrirsjáanleg er í kolefnis- og umhverfisbókhaldi fyrirtækja. Eins og sakir standa er engin sambærileg lausn á markaðinum. Við viljum því nýta samkeppnisforskotið til að dreifa hugbúnaðinum markvisst um heiminn á næstu misserum.

Lausnapallur Klappa mætir knýjandi þörf fyrirtækja, stofnana og ríkja úti um allan heim til að halda utan um umhverfisáhrif af rekstri sínum, draga markvisst úr vistsporinu og gera ESG-skýrslur. Lausnapallurinn getur vaxið á áreynslulausan og rökréttan hátt frá Íslandi til annarra landa, þar sem viðskiptamódelið er mjög skalanlegt og liðugt.