HouseMaster

Smart Electricity Monitoring Solution For Buildings, Work Sites, Ships, and more

Hönnuð til að minnka orkukostnað og bæta orkunýtni

Háþróuð eftirlits- og greiningartól sem hjálpa þér að bera kennsl á óþarfa orkunotkun og finna tækifæri til að gera úrbætur.

Mældu

Safnaðu gögnum úr þeim stafrænu raf- og hitamælum sem þegar eru til staðar. Ertu ekki með neina slíka mæla? Ekkert mál, við útvegum þér IoT-rafmæla sem teljast þá sem hluti af HouseMaster lausninni.

Greindu

Greindu orkunotkun og frammistöðu ólíkra bygginga og annarra fasteigna í eignasafninu. Við getum mælt hvað sem þú vilt, jafnvel frystiskápinn sem þú hefur grunaðan um að skrúfa upp orkureikninginn…

Taktu til þinna ráða

Finndu leiðir til að minnka orkukræfni með því að fylgjast grannt með sveiflum og mynstrum í mælaborðinu hjá þér.

HouseMaster graphics of lightbulbs and charts

Helstu eiginleikar

Yfirlit um orkukræfni

Byggðu upp yfirlitsmynd af orkukræfni einstakra eigna svo að þú takir strax eftir því ef eitthvað er ekki með felldu.

Berðu saman eiginir

Berðu saman orkunýtni ólíkra eigna, hæða, deilda og svo framvegis.

Síuppfærð gögn

Gögnin uppfærast stöðugt og hægt er að sækja þau með fimmtán mínútna millibili.

Orkusvæði

Afmarkaðu tiltekin orkusvæði, svo sem skrifstofurými eða vissan hluta af byggingu sem er í útleigu.

Kolefnisfótspor

Mældu kolefnisfótspor hverrar eignar og eignasafnsins í heild sinni.

Kauptu rafmagn beint í gegnum lausnina

Sendu út beiðnir um verðtilboð og taktu við tilboðum frá ólíkum birgjum og sparaðu þannig bæði tíma og peninga. 

Fléttaðu saman ólíkar hugbúnaðarlausnir frá Klöppum

Graphics displaying laptop with charts

Allar vörurnar okkar styðjast við sama hugbúnaðarkerfið og því er afar auðvelt að flétta þær saman. Bættu við EnviroMaster til að mæla vistspor annarra rekstrarþátta og búa til ESG skýrslur og umhverfisuppgjör. Bættu við RoadMaster til að fylgjast með bifreiðunum þínum. Vantar þig aðrar lausnir? Kíktu þá á hinar lausnirnar okkar í valmyndinni hér efst.

Close Menu