HouseMaster

Snjöll húsnæðisvöktun fyrir skrifstofur, verksmiðjur, heimili, byggingarsvæði og öll önnur mælanleg mannvirki. Náðu góðri yfirsýn um notkun mannvirkjanna á rafmagni, vatni, eldsneyti og úrgangsþjónustu. Vaktaðu umhverfisáhrifin og stórbættu þannig reksturinn

Pantaðu kynningu

Vaktaðu

////////
/

Hvers vegna snjöll húsnæðisvöktun?

Dragðu úr umhverfisáhrifum og álagi á budduna með gagnadrifinni húsnæðisvöktunarlausn

Ýmsir mikilvægir umhverfis- og rekstrarþættir mannvirkja, s.s. raforku- og vatnsnotkun, eru huldir í daglegum rekstri sökum skorts á góðum gögnum. Með því að nota HouseMaster til að halda utan um umhverfisgögnin nærðu tökum á þessum þáttum og færð tækifæri til þess að draga úr rekstrarkostnaði og umhverfisáhrifum.

Hvaðan koma gögnin?

Gögnin sem HouseMaster safnar fyrir þig koma úr ýmsum áttum og saman mynda þau heildarsýnina sem þú þarft á að halda til að hámarka hagkvæmni og lágmarka umhverfisáhrif

Rauntímavöktun á kerfum og byggingum

Með því að nota snjalla mæla og nema geturðu safnað saman nákvæmum gögnum sem sýna þér hvernig gera má betrumbætur og jafnframt greint hnökra í verkferlum og innviðum fyrirtækisins.

Snjallmælar mæla vatn, orkunotkun og úrgangsmyndun. Þeir tengjast hugbúnaðinum þar sem gögnin eru greind, geymd og notuð.

Hvað getur þú vaktað með HouseMaster

HouseMaster hjálpar þér að horfa inn á við og skoða smáatriðin í daglegum rekstri bygginga. Þú getur vaktað orkunotkun, vatnsnotkun og úrgangsmyndin í þeirri upplausn sem þú þarft til að geta haft alvöru stýringu á fjármálunum og umhverfisáhrifunum.

/

Raforkunotkun

Streymdu gögnum um rafmagnsnotkun beint frá sölumælum og þínum eigin mælum. Notaðu upplýsingarnar til að greina hvort og hvar sóun á sér stað og hvernig raforka skiptist á milli eininga innan hússins

/

Úrgangsmyndun

Vaktaðu magn, tíðni og staðsetningu sorplosunar og fylgstu með að sorpið rati á leiðarenda. Tengdu snjallgámana þína við kerfið og skoðaðu frá hvaða einingum innan hússins sorpið kemur

/

Eldsneytisnotkun

Vaktaðu notkun á eldsneyti í byggingum þínum og kerfum innan byggingarinnar. Safnaðu gögnum frá þjónustuaðilum og tengdu flæðimælana þína við kerfið

/

Vatnsnotkun

Streymdu gögnum um bæði heitt og kalt vatn beint frá þjónustuveitum. Tengdu þína eigin snjallmæla og náðu yfirsýn um hvert vatnið flæðir innan hússins. Notaðu greiningartólin til að útrýma óþarfa sóun

/

Kostnaðargreining

Bættu við upplýsingum um kostnað á hvern vöktunarþátt. Kostnaðarupplýsingar má tengja við hvern mæli og hvert ílát eða hverja byggingu

Hentar HouseMaster mér og mínu fyrirtæki?

Hver sem stærð eða gerð fyrirtækisins eða stofnunarinnar er þá er snjöll húsnæðisvöktun leiðin fyrir þig. Hafðu samband við okkur og fáðu upplýsingar um það hvernig við getum tengt þitt húsnæði.

Ráðgjafar okkar hafa stutt við fjöldan allan af fyrirtækjum og stofnunum í snjallvæðingu húsnæðisvöktunar. Við getum hjálpað þér við að safna gögnum, tengja mæla og þjálfað þig og starfsfólk þitt við að hámarka nýtingu kerfisins.

Bókaðu fund með okkur og tölum saman um áskoranir og tækifæri.

Hafðu samband við okkur í dag

Við viljum aðstoða þig í umhverfisvænni húsnæðisvöktun

Klappir

Austurstræti 17

101 Reykjavík

Sími: +354 519 3800

info@klappir.com