Sameiginlegt átak okkar allra skiptir máli

Verndum, viðhöldum og styrkjum auðlindir jarðar fyrir komandi kynslóðir

Stafrænt vistkerfi Klappa tengir saman fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög svo að við getum öll unnið í samstarfi að því að fara betur með auðlindir heimsins

Vísum veginn í kolefnisbókhaldi

Vörur Klappa eru hugbúnaðarlausnir í umhverfismálum, svokallaðar umhverfisstjórnunarlausnir. Lausnir og aðferðafræði Klappa fela í sér söfnun, vinnslu og miðlun umhverfisupplýsinga þar sem mögulegt er að greina gögnin, setja upp töluleg markmið og fá heildstæða yfirsýn um mengandi starfsþætti. Traustur stofn um 350 viðskiptavina Klappa kemur úr öllum atvinnugreinum, s.s. flugi, bílaiðnaði, fiskveiðum, flutningi, bankastarfsemi, menntun, orkugeiranum, ferðaþjónustu og endurvinnslu, auk opinberra stofnana og sveitarfélaga. Hlutverk Klappa er því að auðvelda viðskiptavinum sínum að lágmarka vistspor sitt, bjóða hugbúnaðarlausnir sem tryggja lögfylgni við umhverfislöggjöf og gera allt umhverfisuppgjör öruggt, gagnsætt og skilvirkt.

Með vöruframboði sínu hafa Klappir tekið sér stöðu sem drifkraftur í umhverfismálum á Íslandi. Hugbúnaðarlausnir Klappa mynda nú margslungið stafrænt vistkerfi þar sem mörg hundruð skipulagsheildir á Íslandi hjálpast að í umhverfismálum og vörurnar eru byrjaðar að ná alþjóðlegri útbreiðslu.

Sterk staða Klappa setur okkur í ákjósanlega stöðu til að leiða þá byltingu sem fyrirsjáanleg er í kolefnis- og umhverfisbókhaldi fyrirtækja. Lausnapallur Klappa getur vaxið á áreynslulausan og rökréttan hátt frá Íslandi til annarra landa, þar sem viðskiptamódelið er mjög skalanlegt og liðugt. Lönd úti um allan heim eru að koma á fót hertri löggjöf til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu og þarfnast lausna sem hjálpar þeim að meta kolefnisfótspor fyrirtækja og stofnana. Bretland samþykkti til að mynda í maí 2019 lög sem skylda fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn (samtals um 12.00 fyrirtæki) til að skila af sér ESG-skýrslum um starfsemi sína árið 2020.

Hvað gera Klappir?

Við þróum rekstrar- og umhverfishugbúnað

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að gera umhverfisuppgjör og ESG-skýrslur

Við leggjum okkar af mörkum við að vernda, viðhalda og styrkja auðlindir jarðar fyrir komandi kynslóðir

Við þróum og viðhöldum stafrænt vistkerfi Klappa sem tengir saman fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög svo að við getum öll unnið í samstarfi að því að fara betur með auðlindir heimsins

Saga Klappa

Í byrjun árs 2016 lögðum við af stað með þá sýn að byggja upp fyrirtæki sem þróaði aðferðafræði, þjónustu og hugbúnaðarlausnir fyrir umhverfismál. Við trúðum því að þörfin fyrir heildstæðar hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála myndi margfaldast á komandi árum.

Árið 2019 markaði tímamót hjá Klöppum. Í lok árs höfðum við náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir tímabilið 2016 til 2019: við erum komin með heildstæðan lausnapall fyrir umhverfismál, traustan heimamarkað og farin að dreifa lausnum okkar erlendis.

Stafrænt vistkerfi í örum vexti

Áhugi og samstarfsvilji íslenskra fyrirtækja, stofnana, ríkis og sveitarfélaga hafa verið okkur ómetanlegt veganesti á krefjandi ferðalagi. Við höfum tengt saman fyrirtæki og þjónustuveitur á öllum sviðum íslensks atvinnulífsins og erum byrjuð að setja upp samstarfsnet með erlendum samstarfsaðilum til að dreifa lausnunum okkar á heimsvísu.

Verðug framtíðarmarkmið

Það er fararheit Klappa að búa til áþreifanleg langtímaverðmæti fyrir viðskiptavini sína og samfélagið sem við lifum í. Við vinnum að þessu með því að hjálpa skipulagsheildum að verja, varðveita og endurheimta náttúruverðmæti fyrir kynslóðir framtíðar, byggja upp ný og verðmæt störf í grænni nýsköpun og skapa framtíðarkynslóðum vettvang til að takast á við áskoranir í umhverfismálum.

Markmið, sýn & gildi

  • Markmið okkar er að hanna leiðandi sjálfbærnilausnir á sanngjörnu verði sem allir
  • Framtíðarsýn okkar er að búa til áþreifanleg langtímaverðmæti fyrir viðskiptavini okkar og samfélagið.
  • Gildi okkar eru meðal annars sparsemi og skynsamleg auðlindanotkun. Við sýnum ábyrgð gagnvart öllum hagsmunaaðilum okkar: starfsfólki, viðskiptavinum, hluthöfum, samfélagi okkar og öllu lífríki jarðar.

Aðferðafræðin að baki snjöllum lausnum Klappa

Hugbúnaður Klappa er lagaður að alþjóðlegri aðferðafræði og umhverfislöggjöf, þ.m.t. IMO, GHG Protocol, GRI, og UNGC. Fyrir vikið eru umhverfisuppgjör viðskiptavina okkar stöðluð og gjaldgeng á ólíkum markaðssvæðum og í ólíkum löndum.

Klappir hlutu umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar og Festu árið 2018 og hafa orðið að drifkrafti á sviði umhverfismála á Íslandi. Í dag hjálpum við bæði innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum að draga úr vistsporinu og gefa út stöðluð og áreiðanleg umhverfisuppgjör. Við viljum hjálpa samfélaginu að deila umhverfisupplýsingum með einföldum móti og á skiljanlegu sniði.

Hér er listi yfir nokkrar meginstoðirnar að baki hugbúnaðarþróuninni hjá okkur:

Sjálfbær rekstur blómstrar

Fólk vill kaupa vörur af sjálfbærum fyrirtækjum. Hæfileikafólk vill starfa fyrir sjálfbær fyrirtæki. Samfélagið vill styðja við bakið á sjálfbærum fyrirtækjum.

Parísarsamkomulagið

Parísarsamkomulagið er samþykkt gerð innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og tekur við af Kýótóbókuninni sem nær til ársins 2020.

Markmið samkomulagsins er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hnattrænni hlýnun innan 2°C. Samkomulagið gerir ráð fyrir að aðildarríki meti stöðu sína á 5 ára fresti. Fyrsta matið fer fram árið 2023.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Hugbúnaðarlausnir Klappa taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Heimsmarkmiðin eru flokkur markmiða og undirmarkmiða sem taka til alls heimsins og ber ríkjum að ná þeim fyrir árið 2030.

The Greenhouse Gas Protocol

The Greenhouse Gas Protocol geymir staðla, leiðbeiningar og tól sem gagnast við að gera skil á og halda utan um losun á gróðurhúsalofttegundum.

Markmið The Greenhouse Gas Protocol er að hjálpa fyrirtækjum, stjórnvöldum og stofnunum að bæta skilvirkni sína, auka aðlögunarhæfni og styrkja reksturinn almennt með því að setja á stofn heildræna umgjörð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um mælingar og eftirlit með losun á gróðurhúsalofttegundum.

Hér er grein um GHG Protocol á bloggsíðu Klappa

Hafðu samband við okkur strax í dag.

Við erum alltaf til í að veita ókeypis leiðsögn um snjöllu lausnirnar okkar.

Klappir

Austurstræti 17

101 Reykjavik, Iceland

T: 00 354 519 3800

service@klappir.com