Hugbúnaðarlausnir sem mæla sjálfbærni

Vefmiðuðu lausnirnar okkar hjálpa þér að skilja bæði bein og óbein umhverfisáhrif starfseminnar hjá þér og einfalda lítni við umhverfislöggjöf. Hugbúnaður Klappa er lagaður að alþjóðlegri aðferðafræði og umhverfislöggjöf. Fyrir vikið eru umhverfisuppgjör viðskiptavina okkar stöðluð og gjaldgeng á ólíkum markaðssvæðum og í ólíkum löndum.

Pantaðu fría kynningu

Hvernig virkar þetta?

Einstök aðferðafræði Klappa er byggð inn í hugbúnaðarlausnirnar sem leiðir til þess að umhverfisstjórnun verður bæði einföld og áreiðanleg

  • Safnaðu umhverfisgögnum á sjálfvirkan, hagkvæman og nútímalegan hátt
  • Búðu til stafrænar útgáfur af eignunum þínum (byggingum, skipum, bílum o.s.frv.) og tengdu orkunotkun og úrgangsmyndun við réttar eignir
  • Bættu við rekstrargögnum fyrir lykilmælikvarða (e. KPI) og til að gera samanburð

Hvers vegna er virk umhverfisstjórnun svona mikilvæg?

/

Löghlýðnin - Það sem þú verður að gera

Hugbúnaður Klappa tekur mið af alþjóðlegri aðferðafræði á borð við The Greenhouse Gas Protocol, ISO 14001, ISO 26000, ISO 27001, MRV og MARPOL viðauka I-VI. Umhverfisuppgjör viðskiptavina okkar eru því stöðluð og gjaldgeng á ólíkum markaðssvæðum.

/

Krónurnar og aurarnir - Það sem þú græðir á að gera

Að nýta betur auðlindir og flokka úrgang leiðir af sér mikinn rekstrarsparnað.

/

Ímyndin - Það sem gott er að gera

Bæði neytendur og fjárfestar velja í auknum mæli sjálfbær fyrirtæki. Sýndu fram á það í skilmerkilegum umhverfisuppgjörum að þú takir þátt í að byggja upp bjarta framtíð og sért hluti af lausninni frekar en vandanum.

/

Siðferðilegi þátturinn - Það sem rétt er að gera

Við þurfum öll að gegna stóru hlutverki í að vernda, viðhalda og styrkja auðlindir jarðar fyrir komandi kynslóðir. Förum vel með það sem okkur er gefið og nýtum það af þakklæti, skynsemi og virðingu.

ÓIíkar umhverfislausnir sem allar starfa á sama lausnapallinum

Hugbúnaðarsvítan okkar geymir safn af ólíkum en samstilltum umhverfislausnum. Markmiðið er að styðja við fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta rekstur sinn og minnka neikvæð umhverfisáhrif.

Búðu til stafræna innviði fyrir snjalla umhverfisstjórnun og sendu frá þér áreiðanleg umhverfisuppgjör.

EnviroMaster er vefmiðuð lausn sem veitir þér skýrt yfirlit um vistspor fyrirtækisins, eykur nýtni og greinir óþarfa orkusóun. Þú getur mælt hvaða orkunotkun og úrgangsmyndun sem er: sorplosun, eldsneytisnotkun, rafnotkun, hitun og fleira.

Fáðu aðstoð frá sérfræðingum okkar til að komast af stað

Flókinn heimur samtímans er uppfullur af alls kyns eignum – byggingum, ökutækjum, fraktskipum – sem mynda úrgang og losa gróðurhúsalofttegundir úr læðingi. Til að reka skilvirka starfsemi er nauðsynlegt að halda vel utan um slíkar eignir til að hámarka nýtingu þeirra fjárhagslega og lágmarka um leið neikvæðu umhverfisáhrifin.

Áskorunin er ævinlega sú sama, sama hvort þú rekur lítið eða stórt fyrirtæki, einka- eða ríkisrekna stofnun.

Pantaðu kynningu hjá okkur og við ræðum með glöðu geði hvernig við getum fundið bestu lausnirnar á þínum áskorunum.

Hafðu samband við okkur strax í dag

Við viljum aðstoða þig í umhverfismálunum

Klappir

Austurstræti 17

101 Reykjavík

Sími: +354 519 3800

info@klappir.com