Áreiðanleg gagnasöfnun vísar leiðina

Ölgerðin hefur dregið úr úrgangsmyndun og losun gróðurhúsalofttegunda með stórtækum hætti

Ölgerðin ritaði undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar árið 2015 og hefur sett sér það markmið að draga úr losun koltvísýrings um 40% fyrir árið 2030.

Félagið byrjaði að nota hugbúnaðarlausnir Klappa árið 2017 til að safna umhverfisgögnum um starfsemina í heild sinni og gera UFS-skýrslur (e. ESG Reporting). Hér er samfélagsskýrsla Ölgerðarinnar fyrir árið 2018.

Afraksturinn talar sínu máli. Ölgerðin er nú þegar komið langleiðina að því að ná 40% markmiðinu um samdrátt í losun og hefur því ákveðið að setja sér ennþá metnaðarfyllri markmið fyrir næstu árin.

Áskorunin fyrir Ölgerðina

Ölgerðin vantaði hugbúnaðarlaus sem gæti:

  1. veitt félaginu heildrænt yfirlit um orkukræfni þess og kolefnisfótspor
  2. og auðveldað gerð umhverfisuppgjöra og samfélagsskýrslna (e. ESG Reporting) með því að safna umhverfis- og rekstrargögn jafnóðum yfir allt árið.

Hápunktar hjá Ölgerðinni:

  • Losun dróst saman um 34% milli 2017-2018.
  • 46% samdráttur í olíunotkun gufukatla; jafngildir orkunni sem þarf til að knýja 12.000 ljósaperur í heilt ár
  • 9% samdráttur í notkun jarðefnaeldsneytis hjá bílaflota félagsins; það jafngildir eldsneytinu sem þarf til að stór flutningabifreið geti ekið 340 sinnum hringinn í kringum landið
  • 11% minni úrgangsmyndun; það jafngildir úrgangsmyndun hjá 350 íslenskum heimilum yfir heilt ár
  • Ölgerðin notar Klappir EnviroMaster til að gera umhverfisuppgjör (e. ESG Reporting)
  • Ölgerðin notar Klappir HouseMaster til að fylgjast með orkunotkun í byggingum

Leiðin sem farin var með Ölgerðinni

Ölgerðin innleiddi tvær lausnir frá Klöppum í daglega starfsemi sína: EnviroMaster og HouseMaster. Lausnirnar safna umhverfis- og rekstrargögnum og tryggja að allt slíkt bókhald sé gagnsætt og áreiðanlegt. Með því að safna slíkum gögnum alllt árið um kring verður auðveldara að taka rekstrarákvarðanir á kerfisbundinn og hagkvæman hátt, sjá hvernig markmiðum vindur fram og hvort aðferðirnar skila tilætluðum árangri.

„Lausnapallur Klappa nýtist okkur sem sjá um umhverfisbókhaldið en ekki síður vélstjórunum okkar – þarna hafa þeir yfirlit um orkunotkunina á öllum vélum, sem er gríðarlega gagnlegt og hjálpar okkur að hagræða og nýta orkuna á sem skynsamlegastan og umhverfisvænastan hátt,segir Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni.

Lestu viðtal við Málfríði á bloggsíðu Klappa.

Fáðu mánaðarlega fréttabréfið okkar um loftslags- og umhverfismál