The Klappir Story

Creating a Digital Eco-System

Í byrjun árs 2016 lögðum við af stað með þá sýn að byggja upp fyrirtæki sem þróaði aðferðafræði, þjónustu og hugbúnaðarlausnir fyrir umhverfismál. Við trúðum því að þörfin fyrir heildstæðar hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála myndi margfaldast á komandi árum.

Árið 2019 markaði tímamót hjá Klöppum. Í lok árs höfðum við náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir tímabilið 2016 til 2019: við erum komin með heildstæðan lausnapall fyrir umhverfismál, traustan heimamarkað og farin að dreifa lausnum okkar erlendis.

Stafrænt vistkerfi í örum vexti

Áhugi og samstarfsvilji íslenskra fyrirtækja, stofnana, ríkis og sveitarfélaga hafa verið okkur ómetanlegt veganesti á krefjandi ferðalagi. Við höfum tengt saman fyrirtæki og þjónustuveitur á öllum sviðum íslensks atvinnulífsins og erum byrjuð að setja upp samstarfsnet með erlendum samstarfsaðilum til að dreifa lausnunum okkar á heimsvísu.

Verðug framtíðarmarkmið

Það er fararheit Klappa að búa til áþreifanleg langtímaverðmæti fyrir viðskiptavini sína og samfélagið sem við lifum í. Við vinnum að þessu með því að hjálpa skipulagsheildum að verja, varðveita og endurheimta náttúruverðmæti fyrir kynslóðir framtíðar, byggja upp ný og verðmæt störf í grænni nýsköpun og skapa framtíðarkynslóðum vettvang til að takast á við áskoranir í umhverfismálum.

Tímalína