SeaMaster

Heildstæð lausn fyrir sjávarútveginn sem vaktar og metur sjálfbærni og umhverfisáhrif

Pantaðu kynningu

Fylgstu með

////////
/

Færðu þig frá pappírnum og yfir í upplýsingatæknina

Rafrænar dagbækur og vöktunarkerfi í landi

SeaMaster samanstendur af tveimur tengdum lausnum. Önnur er hugsuð fyrir skipið og geymir rafrænu dagbækurnar ásamt stýritólum. Hin lausnin er kerfi fyrir starfsfólk í landi sem er notað er til að vakta og vinna úr dagbókarskráningum. Gögnin sem koma úr dagbókunum standa á lagalegum grunni og eru því vönduð og verðmæt. Þau má flétta saman við önnur mikilvæg gagnasett, s.s. úr flæðimælum, farmkerfum eða löndunum á afla, og þannig tryggir notandinn áður ómögulega nákvæmni í greiningarvinnu sinni.

Rafrænar skipadagbækur & aðgerðayfirlit

SeaMaster OnBoard leysir pappírsdagbækurnar af hólmi með úrvali af rafrænum lausnum. Notendavænar rafdagbækur fækka mistökum í skráningu og veita þér og öðru starfsfólki aðgang að dýrmætum rekstrarupplýsingum.

Eiginleikar

Með því að rafvæða skipadagbækurnar og tengja þær við dýrmæt rekstrargögn, svo sem eldsneytisnotkun, færðu áður óþekkt yfirlit um daglegan rekstur skipsins.

/

Vaktaðu mælingar um borð

Fylgstu úr fjarlægð með öllum færslum sem gerðar eru um borð og tryggðu að leiðrétta megi rangfærslur svo þær leiði ekki til sekta

/

Áreiðanleg gögn

Gögn, sem safnað er saman til að fullnægja lagaskyldum, nýtast ekki aðeins til að koma í veg fyrir sektir. Láttu gögnin vinna fyrir þig

/

Aukin skilvirkni í rekstri

Fáðu nýja innsýn í reksturinn með notendavænum skýringarmyndum og viðmóti

/

Streymdu gögnum til hagsmunaaðila

Sendu rafrænu dagbækurnar beint í hafnir og til yfirvalda og fækkaðu vettvangskönnunum og tímafrekum pappírsskilum á upplýsingum

Hvernig byrja ég að nota lausnina?

Þú getur gert það upp á eigin spýtur eða fengið okkur til að aðstoða þig við að stilla flotanum upp stafrænt, skrá áhafnirnar og virkja Klappir LogCentral

/

Settu upp SeaMaster á lausnapalli Klappa

Skipaeigendur nota landlæga hluta kerfisins til að hafa umsjón með skipunum og áhöfnunum, vakta skráningar um borð og greina frammistöðuna.

/

Skráðu skipin og búðu til stafrænar útgáfur af þeim

Búðu til stafrænar útgáfur af skipunum og hannaðu rafrænar eftirmyndir þeirra, meðal annars yfirlit um geyma, gerð vélbúnaðar og stærðarhlutföll. Þessar upplýsingar streyma inn í Klappir LogCentral og fylla út í upplýsingareitina þar. Stafræn útgáfa skipsins bætir eftirlit með skipum, svo sem tilkynningar ef farið er yfir valda þröskulda, bókhald um eldsneytisáfyllingar og greiningar á frammistöðu.

/

Skráðu áhöfnina fyrir kerfinu um borð

Lögum samkvæmt ber hverjum notanda kerfisins að hafa sínar eigin innskráningarupplýsingar. SeaMaster gerir stjórnendum í landi kleift að búa til nýja notendur, skrá þá í eitt eða fleiri skip og hafa umsjón með aðgangi hvers og eins þeirra.

/

Virkjaðu Klappir LogCentral og byrjaðu að skrá færslur

Um leið og búið er að setja upp bæði skip og notendur geturðu sent út notendaleyfa svo að áhöfnin geti byrjað að fylla út í rafrænu skipadagbækurnar.

/

Viðbót - Tengdu önnur gagnasett við tólið í gegnum vefþjónustu

Með því að tengja ytri gagnasett, s.s. olíuflæði, farmupplýsingar eða aflaupplýsingar getur þú hámarkað nýtinguna á kerfinu

Er SeaMaster rétta tólið fyrir mig og minn flota?

SeaMaster er hugbúnaðarlausn sem byggir á lagalegum grundvelli, þ.e. MARPOL, MRV, DCS og kjölfestusáttmálanum. Ef þú vilt nútímavæða skráningar í skipinu og nýta þá vinnu til að auka hagkvæmni og lágmarka umhverfisáhrifin skaltu tala við okkur

Ráðgjafar okkar hafa aðstoðað mörg fyrirtæki við að ná tökum á umhverfismálum flotans síns og að uppfæra skráningar í rafræna tækni. Við getum hjálpað þér að innleiða kerfið, þjálfa starfsfólk og nota kerfið á árangursríkan hátt.

Hafðu sambandi við okkur í dag og tölum saman um áskoranir og lausnir.

Hafðu samband við okkur strax í dag.

Við viljum aðstoða þig í stafrænni flotavöktun

Klappir

Austurstræti 17

101 Reykjavík

Sími: +354 519 3800

info@klappir.com