SeaMaster

Vefmiðuð hugbúnaðarlausn fyrir sjávarútveginn

Einfaldaðu og bættu rekstur skipanna

Gögn ættu ekki að dúsa ónotuð í einangrun, það þarf að setja þau í samhengi. Með SeaMaster geturðu haldið nákvæmara yfirlit um reksturinn en áður hefur verið mögulegt með því að tengja saman ólíkar gagnaveitur, búa til nýjar með því að rafvæða skipadagbækurnar og streyma gögnum frá vélbúnaði og útlægum gagnaveitum.

Rafvæddu skráningar um borð og lögfylgni

SeaMaster OnBoard hugbúnaðarlausnin kemur í staðinn fyrir handvirkar skipadagbækur um borð í skipum. Notendavænar rafdagbækur draga úr handvömm og gera þér og samstarfsfólki þínu kleift að hagnýta allar skráðar upplýsingar.

Tenging við IoT búnað og útlægar gagnaveitur

Streymdu gögnum frá mælum um borð, nemum og skynjurum og fléttaðu saman við gögn úr skipadagbókum um borð og útlægum gagnaveitum svo sem veðurspár- og lýsingar.

Greindu og staðfestu gögn með fjaraðgangi

Haltu nákvæmara yfirlit um reksturinn en áður hefur verið mögulegt með því að nota SeaMaster OnShore. Greindu öll gögn sem skráð eru um borð, skoðaðu veðurlýsingar- og spár, fylgstu með eldsneytisnotkun, framkvæmdu leitnigreiningar, notaðu samanburðarviðmið og sendu skyldubundnar skýrslur til eftirlitsaðila.

Fylgust með kolefnissporinu af rekstrinum

Bættu við EnviroMaster lausninni til að safna gögnum sem spanna alla virðiskeðjuna. Einfaldaðu og rafvæddu umhverfisstjórnunina og búðu sjálfvirkt til umhverfis- og ESG-skýrslur.

Need to see more?

Close Menu