Þjónusta

Við höfum trú á vörunum okkar og styðjum við þær með fjölbreyttri þjónustu

Þjónusta frá Klöppum

Við hjá Klöppum höfum mikla trú á hugbúnaðarlausnum okkar og nytsemi þeirra. Við styðjum því vel við bakið á öllum viðskiptavinum okkar og hjálpum þeim að byrja í virkri umhverfisstjórnun með fjölbreyttri þjónustu.

Innleiðing og samþætting

Greining á mengunaruppruna

Greining á gagnaskorti

Stuðningur við gagnalindir 

Tækifærisgreiningar

Skýrslugerð (ESG o.fl.)

Ráðfærðu þig við sérfræðingana okkar til að fá frekari upplýsingar um þjónustuna.

Klappir bjóða upp á fjölbreyttar vinnustofur fyrir viðskiptavini sína þar sem sérfræðingar fyrirtækisins fara í saumana á öllu því sem tengist virkri umhverfisstjórnun. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig gerir maður umhverfisuppgjör og sýnir fram á samfélagsábyrgð og umhverfisvitund í rekstri? Hvað er áhættustýring og hvernig tengist hún umhverfisstjórnun?

Til að mynda er boðið upp á stuttar og hnitmiðaðar vinnustofur sem eru sérsniðnar að notendum einstakra hugbúnaðarlausna Klappa, s.s. EnviroMaster, SeaMaster og RoadMaster. Þar fá þáttakendur skýra og skemmtilega leiðsögn um hvernig hugbúnaðarlausnir nýtast þeim sem best í daglegum störfum sínum.

Þorsteinn Svanur að kenna í vinnustofa Klappir

Skýrslugerð

Snar þáttur í virkri umhverfisstjórnun er að halda utan um árangurinn með áreiðanlegri og markvissri skýrslugerð. Með því að safna umhverfisgögnum sjálfvirkt allt árið um kring með umhverfislausnum Klappa verður leikur einn að setja saman umhverfisuppgjör og eins ESG-skýrslur um umhverfisþætti í rekstri og samfélagslega ábyrgð. Við styðjum við bakið á viðskiptavinum okkar í allri slíkri skýrslugerð og tryggjum að staðið sé eins vel að verki og mögulegt er. 

Hér að neðan má sjá fáein dæmi um fyrirtæki sem hafa gert og gefið út umhverfis- og samfélagsskýrslur með Klöppum.

Vantar þig frekari upplýsingar?

Close Menu