Stjórn Klappa

/

Linda Björk Ólafsdóttir, formaður stjórnar

Linda Björk Ólafsdóttir er með doktorsgráðu í líf- og læknisfræði frá Háskóla Íslands. Hún er einn af eigendum Fagkaupa ehf. og gegnir stöðu framkvæmdastjóra hjá Tennin ehf. Hún hefur setið í stjórn Klappa síðan í apríl 2017.

/

Jón Björnsson, varaformaður stjórnar

Jón Björnsson hefur 25 ára starfsreynslu sem forstjóri á sviði heildsölu og situr einnig í stjórn hjá Boozt.com, Ahlens AB og By Malene Birger, svo að dæmi séu nefnd. Hann settist í stjórn Klappa í apríl 2020.

/

Hildur Jonsdottir

Hildur Jónsdóttir er einn af stofnendum Klappa og hefur setið í stjórn síðan árið 2014. Hún er með sálfræðimenntun frá Háskólanum í Árósum.

/

Stefán Eyjólfsson

Stefán Eyjólfsson er með áratugalanga reynslu innan flugiðnaðarins og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Light Leasing Ltd. Hann settist í stjórn Klappa í apríl 2020.

/

Hildur Hauksdottir

Hildur Hauksdóttir er með MBA-gráðu frá Griffith University í Ástralíu og starfar sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvægi. Hún settist í stjórn Klappa árið 2019.