Stjórnendur teyma

Leiðtogarnir hjá okkur eru metnaðarfullur hópur með fjölbreyttan bakgrunn. Allir leitast þeir eftir því að ýta undir sjálfstæð og skapandi vinnubrögð

/

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri

Jón er með doktorsgráðu í verkfræði frá Haskólanum í Álaborg. Hann var áður forstjóri Marorku.

/

Þorsteinn Svanur Jónsson, viðskipta- og vöruþróun

Þorsteinn er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, þar sem hann sérhæfði sig í umhverfisrétti. Þorsteinn sér um viðskipta- og vöruþróun hjá Klöppum og er einn af stofnendum fyrirtækisins.

/

Ólöf Ásta Ólafsdóttir, fjármálastjóri

Ólöf Ásta er með BS-gráðu í viðskiptafræði hjá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem fjármálasérfræðingur hjá Virðingu hf, Marorku og WowAir.

/

Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og ráðgjafateymis

Sigrún er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í átakafræðum frá LSE í Lundúnum. Sigrún leiðir þjónustuteymi Klappa og er einn af stofnendum fyrirtækisins.

/

Höskuldur Þór Arason, tæknistjóri

Höskuldur er menntaður í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann var einn af stofnendum DataDrive (2015-2016) og Insolica (2012- 2015) og hefur áralanga reynslu af hugbúnaðarþróun og ráðgjöf.