Þjónusta

Við hjá Klöppum höfum mikla trú á hugbúnaðarlausnum okkar og nytsemi þeirra. Við styðjum því vel við bakið á öllum viðskiptavinum okkar og hjálpum þeim að ná tökunum á virkri umhverfisstjórnun og gefa úr vandaðar ESG-skýrslur.

Ertu með einhverjar spurningar handa okkur?

Dæmi um viðskiptavini sem hafa gefið út ESG-skýrslur sem við unnum með þeim:

//////

Fólkið okkar

Hópur sérfræðinga í sjálfbærni sem styðja þétt við bakið á þér

Í Klappateymunum starfa sérfræðingar í sjálfbærni og öflugir forritarar á öllum aldri sem allir deila ástríðu fyrir því að reyna að nýta nýjustu tækni til að bæta umgengi okkar við náttúruna og þróa sjálfbærar lausnir á viðráðanlegu verði fyrir alla, stóra sem smáa.

Við erum með fjölbreyttan menntabakgrunn, sumir doktorsgráður, aðrir masterspróf og BA-gráður, og það á mörgum ólíkum sviðum, svo sem í hugbúnaðarþróun, lögfræði (áhersla á umhverfisrétt), viðskiptafræði, verkfræði, stjórnmálafræði, sálfræði og fræðilegri eðlisfræði, auk skapandi greina á borð við ritlist, markaðssetningu og miðlun.

Til að tryggja að fyrstu skref viðskiptavina okkar inn í heim snjallrar umhverfisstjórnunar séu ánægjuleg höldum við úti kraftmiklu þjónustuteymi sem getur svarað öllum spurningum þínum um umhverfis- og rekstrarlausnir Klappa.

Sérfræðingarnir okkar vinna einnig í nánu samstarfi með viðskiptavinum okkar að því að setja saman ESG-skýrslur.

Þjónustuteymið okkar

  • hjálpar þér að innleiða hugbúnaðarlausnir Klappa,
  • hjálpar þér að breyta gögnunum í umhverfisuppgjör og skýrslur
  • og veitir þér sérfræðiaðstoð um hvernig þú getur gert reksturinn sjálfbærari.
/

ESG-skýrslugerð

Snar þáttur í virkri umhverfisstjórnun er að meta og vakta sjálfbærni rekstursins og standa skil á gagnsæjum upplýsingum um þá hlið í áreiðanlegum uppgjörum og skýrslum. Með því að nota umhverfis- og rekstrarlausnir Klappa til að safna umhverfisgögnum allt árið um kring verður leikur einn að búa til umhverfisuppgjör og standa skil á gagnsæjum ESG-skýrslum. Við styðjum við bakið á viðskiptavinum okkar í gegnum allt ferlið og tryggjum að skýrslurnar fullnægi ýtrustu gæðakröfum.

Vinnustofur í eigin persónu og á vefnum

Við bjóðum upp á margvíslega leiðsögn, bæði í eigin persónu og á netinu

Klappir bjóða upp á fjölbreyttar vinnustofur fyrir viðskiptavini sína þar sem sérfræðingar fyrirtækisins fara í saumana á öllu því sem tengist virkri umhverfisstjórnun. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig gerir maður umhverfisuppgjör og sýnir fram á samfélagsábyrgð og umhverfisvitund í rekstri? Hvað er áhættustýring og hvernig tengist hún umhverfisstjórnun?

Til að mynda er boðið upp á stuttar og hnitmiðaðar vinnustofur sem eru sérsniðnar að notendum einstakra hugbúnaðarlausna Klappa, s.s. EnviroMaster, SeaMaster og RoadMaster. Þar fá þáttakendur skýra og skemmtilega leiðsögn um hvernig hugbúnaðarlausnir nýtast þeim sem best í daglegum störfum sínum. Við höldum einnig reglulega kennslufundi á vefnum og erum alltaf tilbúinn að stilla upp einum slíkum ef þú og starfsfólkið hjá þér óska eftir því.

TBD

|

ESG-skýrslugerð

Að sýna fram á samfélagsábyrgð og umhverfisvitund í rekstri

TBD

|

EnviroMaster 101

Að byrja í virkri umhverfisstjórnun

TBD

|

Umhverfisuppgjör

Að sýna fram á góða frammistöðu í umhverfismálum

TBD

|

SeaMaster 101

Að tryggja lögfylgni við umhverfisreglur á sjó

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur