UFS skýrslugjöf

Krafan um samfélagsábyrgð fyrirtækja og aukna áherslu þeirra á ófjárhagslega þætti fer sívaxandi. Þessir ófjárhagslegu þættir lúta að umhverfismálum, samfélagsmálum og stjórnarháttum og kemur krafan jafnt frá stjórnvöldum, starfsmönnum sem og samfélaginu í heild sinni. Það getur verið flókið mál að halda til haga öllum þeim upplýsingum sem hér er óskað eftir. Við hlaupum því undir bagga með ráðgjöf og hugbúnaði.

Fáðu kynningu
/

Hvers vegna eru UFS mál orðin mikilvæg fyrir fyrirtæki og stofnanir?

Í dag eru hagaðilar teknir að krefja fyrirtæki og stofnanir um framgang UFS málaflokksins innan félaga. UFS, sem stendur fyrir umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti, er flokkur rekstrarþátta sem oft hafa verið nefndir hinir ófjárhagslegu þættir rekstursins. Á síðustu árum hefur skylda til formlegrar upplýsingagjafar um þennan málaflokk færst frá því að vera drifinn áfram af markaðslegum hvötum og er nú lagaskylda fyrir stóran hóp fyrirtækja.

Kröfur um UFS upplýsingagjöf reyna mikið á fyrirtæki, enda er um nýjan og flókinn málaflokk að ræða. Við viljum hlaupa undir bagga með þér og aðstoða þig við að koma á fót traustum UFS innviðum til framtíðar

/

Notaðu sjálfvirknina

Nýttu þér EnviroMaster lausnina til að safna öruggum og góðum gögnum. Streymdu þessum gögnum í sértilgert UFS skýrslugerðarviðmót

/

UFS skýrslugerðartól

UFS skýrslugerðartólið okkar var unnið í samræmi við kröfur Nasdaq með teknu tilliti til þarfa hverrar og einnar atvinnugreinar. Tólið hentar öllum þeim sem vilja gera öruggar og samanburðarhæfar UFS skýrslur, sama hvort félagið er lítið eða stórt

/

Innbyggðir losunarstuðlar

Við höfum byggt inn í kerfið losunarstuðla fyrir CO2 losun sem einfaldar þér lífið við að reikna út losunina frá eldsneytinu, raforkunni, sorpinu o.s.frv. Við fylgjumst með fremstu vísindum á sviðinu og uppfærum losunarstuðlana eftir tilmælum helstu vísindamanna

/

Staðlaðir spurningalistar fyrir UFS

Ýmis upplýsingagjöf fyrir UFS er í formi spurninga. Við höfum styllt upp og staðlað spurningalista fyrir UFS og söfnum öllum upplýsingum úr þeim í vinnsluhæft form í gagnagrunn

/

Tenging við hagaðila

Við höfum útbúið tengingar við helstu hagaðila þína sem þú getur nýtt til þess að deila skýrslunni og gögnum úr henni. Tengdu skýrsluna inn á heimasíðuna þína og sendu skýrsluna í reitun eða á Kauphöllina. Við erum stöðugt að bæta við nýjum og spennandi tengingum

Hvaðan koma gögnin?

EnviroMaster hjálpar þér við gagnsöfnunina fyrir UFS skýrslugerð. Þú getur streymt gögnum beint úr EnviroMaster inn á viðeigandi staði í skýrslunni og fengið útreikninga sjálfvirkt inn á skýrsluna.

Gögnin í EnviroMaster koma úr mörgum áttum og saman mynda þau heildaryfirsýn um umhverfisáhrifin. Gögnin uppfærast á þeim hraða sem mælarnir þínir og þjónustuaðila ná að uppfæra gögnin og því færðu uppfærð gögn hratt og örugglega. Þú getur líka dælt inn eldri gögnum og aðlagað EnviroMaster að skipulaginu í félaginu. Þannig getur þú með einföldum hætti útbúið ESG skýrslur fyrir stakar starfsstöðvar og fyrir tímabil að þínu eigin vali.

Klappir hefur sett upp öflugt net samstarfsaðila í því skyni að búa til sameiginlegan vettvang þar sem deila má og greina umhverfisgögn á staðlaðan og skipulegan hátt og búa til umhverfisuppgjör og skýrslur.

Birgjar og söluaðilar geta deilt einföldum gagnasettum innan eins og sama netsins og önnur fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér gögnin í stafræna vistkerfinu okkar og notað þau til að búa til uppgjör og skýrslur.

Hvernig nýtist skýrslan?

Með því að gera UFS skýrslu hjá Klöppum ertu að setja upp stafræna innviði í fyrirtækinu þínu sem þú getur nýtt í margvíslegum tilgangi. Fylgstu með umhverfisáhrifunum í rauntíma, deildu upplýsingum með starfsmönnum og stjórn, deildu upplýsingum með viðskiptavinum og samfélaginu í heild sinni og síðast en ekki síst, dragðu úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Á mitt fyrirtæki að horfa til UFS?

Mörg fyrirtæki þurfa að skila inn UFS skýrslu samkvæmt lögum. Við hvetjum þó öll fyrirtæki til þess að tileinka sér UFS vinnu og skýrslugerð, enda er það gott fyrir reksturinn og ásýndina.

Klappir hafa aðstoðað fjölda fyrirtækja við UFS skýrslugerð með góðum árangri. Hvort sem þú ert með stórt eða lítið fyrirtæki, einkarekið eða opinbert, þá getum við hjálpað þér að komast af stað og gera UFS skýrslu.

Hafðu samband við okkur núna og fáðu frekari upplýsingar um UFS og hvernig það snertir þig

Við viljum aðstoða þig í UFS vinnunni

Klappir

Austurstræti 17

101 Reykjavík

Sími: +354 519 3800

info@klappir.com