Vinnustofur & vefnámskeið

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af hjálplegri leiðsögn, bæði í eigin persónu og á netinu

/

ESG skýrslur

Hvernig safna skal saman gögnunum sem þarf til að gera ESG-skýrslur sem fylgja með ársreikningum.

Vinnustofa þar sem brugðið er birtu á það hvernig ESG-skýrslur (umhverfis- og samfélagsskýrslur) eru settar saman. Hvaða upplýsingum þarf til dæmis að skila að sér? Hvers vegna auðveldar það skýrslugerðina að safna rafrænt gögnum yfir allt árið með umhverfishugbúnaði Klappa? Undir lok námskeiðsins ættu þátttakendur að vera orðnir fullfærir um að útbúa skýrslurnar sjálfir með því að nota EnviroMaster og hafa enn fremur öðlast skilning á hugsuninni sem býr að baki.

EnivroMaster 101

Hvernig byrja má að safna saman gögnum um koltvísýringslosun eigna fyrirtækisins frá þjónustuveitum með því að nota Klappir EnviroMaster.

Vinnustofa þar sem farið er yfir grunnatriðin í því að hefja virka umhverfisstjórnun með hugbúnaði Klappa. Farið verður yfir The Greenhouse Gas Protocol, útbreidda alþjóðlega aðferðafræði við að meta losun á gróðuhúsalofttegundum sem hugbúnaður Klappa styðst við, og jafnframt stiklað á helstu vörðunum í notkun á EnviroMaster hugbúnaðarlausninni: virkjun gagnalinda, skrásetningu eigna, venslun, hópun og ESG-skýrslugerð. Þar með er farið yfir allt ferlið í virkri umhverfisstjórnun, allt frá því að gagnalindir eru virkjaðar og gögnum safnað og þangað til að fyrirtækið byrjað að sýna fram á árangurinn á gagnsæjan og áreiðanlegan hátt.

/

SeaMaster 101

Hvernig tryggja má lögfylgni í sjávarútvegi og sjóflutningum með Klappir SeaMaster.

Í stuttri og hnitmiðaðri vinnustofu er farið yfir hvernig rafvæða má alla skráningu um borð með því að skipta yfir í rafrænar skipadagbækur og halda þannig nákvæmara yfirlit um reksturinn en áður hefur verið mögulegt. Lærðu hvernig greina má gögn sem skráð eru um borð, skoða veðurlýsingar- og spár, fylgjast grannt með eldsneytisnotkun, framkvæma leitnigreiningar og senda skyldubundnar skýrslur til eftirlitsaðila. 

RoadMaster 101

Að byrja í virkri flotastjórnun með áherslu á að rekja beina og óbeina losun með því að nota Klappir RoadMaster.

Stutt og hnitmiðuð vinnustofa um allt frá fyrstu stigum þess að taka upp virka flotastýringu, s.s. uppsetningu á búnaði í bílum, til þess hvernig lækka má rekstrarkostnað með RoadMaster, fylgjast með frammistöðu bílstjóra og halda nákvæmt yfirlit um bílaflotann, s.s. ásigkomulag einstakra bifreiða og staðsetningu ökutækja á korti. Frábær inngangsreitur fyrir þá sem vilja hafa skýra hugmynd um hvernig virk flotastýring með Klöppum nýtist best.

Environmental Management 101

Að ná grunnskilningi á Greenhouse Gas Protocol-aðferðafræðinni og læra að greina losun í umfangi 1, 2 og 3 og umreikna í koltvísýringsígildi.

Farið er í saumana á því hvernig umhverfisuppgjör eru sett saman og hvers vegna við hvetjum öll fyrirtæki til að sýna fram á frammistöðu sína á umhverfissviðinu með gagnsæjum og áreiðanlegum hætti. Fyrir þá, sem nota nú þegar EnviroMaster hugbúnaðarlausn Klappa, er afar einfalt og rökrétt að stíga næsta skref og byrja að sýna fram á að fyrirtækið stundi umhverfisvænan rekstur og axli samfélagslega ábyrgð. Þátttakendur öðlast innsýn í hvernig umhverfisuppgjörið er gert og hvernig má nýta það samhliða ársreikningum, í markaðsmálum og víðar. 

|

Skráðu þig í vinnustofu eða á vefnámskeið

Hugbúnaðarlausnir Klappa henta fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og stjórnvöldum af öllum stærðum og við bjóðum upp á vinnustofurnar og vefnámskeiðin til að tryggja að allir notendur fái eins mikið fyrir peningana og mögulegt er.

Vinnustofur og vefnámskeið Klappa eru haldin með það fyrir augum að nýir notendur komist hratt og örugglega upp á lag með að nota lausnapall Klappa. Vinnustofurnar og vefnámskeiðin henta jafnt byrjendum sem þarfnast grunnleiðsagnar sem og þeim sem eru komnir lengra og vilja hámarka færni sína.

Hafðu samband við okkur í dag.

Við erum alltaf til í að aðstoða þig við umhverfisstjórnunina.

Klappir

Ármúli 6

108 Reykjavík

S: 519 3800

info@klappir.com