Málþing Klappa um umhverfis- og loftslagsmál - Hvað geta fyrirtæki gert?

Miðvikudaginn 9. desember munu Klappir standa fyrir málþingi um umhverfis- og loftslagsmál í samstarfi við Nasdaq og Origo. Markmið þingsins er að miðla áfram hagnýtum upplýsingum um hvernig fyrirtæki geta með markvissum hætti dregið úr umhverfisáhrifum og lagt sitt af mörkum til þessa mikilvæga málaflokks.

Á málþinginu munu fulltrúar frá Ölgerðinni, ÞG Verk, Arion Banka, Össuri og Eimskipi halda 10-15 mínútna erindi hver um þær aðgerðir sem fyrirtækin hafa staðið fyrir.

Hvenær: 9. desember 2020 frá kl. 9:00 til 10:20

Hvar: Málþinginu verður streymt yfir netið. Slóð á streymið verður send þeim sem hafa skráð sig þegar nær dregur. 

Hvernig skráir maður sig: Skráning er hafin á eftirfarandi slóð: [SLÓÐ]

Eftirfarandi aðilar munu taka til máls:

Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klappa, flytur opnunarávarp.

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun og sjálfbærni, flytur erindi um umhverfismál hjá Ölgerðinni. Ölgerðin hefur sett sér metnaðarfull markmið til þess að lágmarka vistspor sitt og hefur minnkað kolefnisspor frá rekstri um 54% frá árinu 2016. Málfríður mun ræða í hverju umbætur fyrirtækisins hafa falist.

[ARION BANKI]

Bergur Helgason, gæðastjóri, flytur erindi fyrir hönd ÞG Verk, sem hafa sett umhverfismálin í algjöran forgang hjá sér síðustu misseri. Úrgangsmálin hafa meðal annars verið tekin fyrir hjá ÞG Verk og mun Bergur fara yfir þau jákvæðu fjárhagslegu og umhverfislegu áhrif sem skapast við þessar aðgerðir.

[EIMSKIP]

[ÖSSUR]