Fjárfestar og fjárhagsupplýsingar

Félagið Klappir grænar lausnir er skráð á Nasdaq First North-markaðinn undir auðkenninu KLAPP B

Þann 27. september 2017 voru Klappir grænar lausnir skráðar á NASDAQ First North hlutabréfamarkaðinn. Hugbúnaðarfyrirtækið var fyrsta íslenska fyrirtækið sem samþykkt var til skráningar árið 2017.

/

Fjárhagsdagatal 2020

17. mars

Ársreikningur fyrir árið 2019.

2. apríl

Ársfundur.

25. ágúst

Árshlutauppgjör.

Stjórn Klappa

/

Linda Björk Ólafsdóttir, formaður stjórnar

Linda Björk Ólafsdóttir er með doktorsgráðu í líf- og læknisfræði frá Háskóla Íslands. Hún er einn af eigendum Fagkaupa ehf. og gegnir stöðu framkvæmdastjóra hjá Tennin ehf. Hún hefur setið í stjórn Klappa síðan í apríl 2017.

/

Jón Björnsson, varaformaður stjórnar

Jón Björnsson hefur 25 ára starfsreynslu sem forstjóri á sviði heildsölu og situr einnig í stjórn hjá Boozt.com, Ahlens AB og By Malene Birger, svo að dæmi séu nefnd. Hann settist í stjórn Klappa í apríl 2020.

/

Hildur Jonsdottir

Hildur Jónsdóttir er einn af stofnendum Klappa og hefur setið í stjórn síðan árið 2014. Hún er með sálfræðimenntun frá Háskólanum í Árósum.

/

Stefán Eyjólfsson

Stefán Eyjólfsson er með áratugalanga reynslu innan flugiðnaðarins og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Light Leasing Ltd. Hann settist í stjórn Klappa í apríl 2020.

/

Hildur Hauksdottir

Hildur Hauksdóttir er með MBA-gráðu frá Griffith University í Ástralíu og starfar sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvægi. Hún settist í stjórn Klappa árið 2019.

Stjórnendur teyma

Leiðtogarnir hjá okkur eru metnaðarfullur hópur með fjölbreyttan bakgrunn. Allir leitast þeir eftir því að ýta undir sjálfstæð og skapandi vinnubrögð

/

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri

Jón er með doktorsgráðu í verkfræði frá Haskólanum í Álaborg. Hann var áður forstjóri Marorku.

/

Þorsteinn Svanur Jónsson, viðskipta- og vöruþróun

Þorsteinn er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, þar sem hann sérhæfði sig í umhverfisrétti. Þorsteinn sér um viðskipta- og vöruþróun hjá Klöppum og er einn af stofnendum fyrirtækisins.

/

Ólöf Ásta Ólafsdóttir, fjármálastjóri

Ólöf Ásta er með BS-gráðu í viðskiptafræði hjá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem fjármálasérfræðingur hjá Virðingu hf, Marorku og WowAir.

/

Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og ráðgjafateymis

Sigrún er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í átakafræðum frá LSE í Lundúnum. Sigrún leiðir þjónustuteymi Klappa og er einn af stofnendum fyrirtækisins.

/

Höskuldur Þór Arason, tæknistjóri

Höskuldur er menntaður í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann var einn af stofnendum DataDrive (2015-2016) og Insolica (2012- 2015) og hefur áralanga reynslu af hugbúnaðarþróun og ráðgjöf.

Hafðu samband við okkur strax í dag.

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Klappir

Ármúla 6

108 Reykjavík

Sími 519 3800

info@klappir.com